Forsaga Hungurleika á leiðinni?

Stjórnandi hjá Lionsgate kvikmyndaverinu, Michael Burns, hefur gefið í skyn að myndverið hugleiði nú gerð fleiri Hungurleika-mynda, sem yrðu þá forsaga myndanna sem nú þegar er búið að gera. Burns sagði frá þessu í dag á UBS Global Media and Communications ráðstefnunni í New York í Bandaríkjunum og bætti við að serían myndi „halda áfram um […]

Fær Darra-mynd framhald?

Þó að enn sé langt í frumsýningu,  og kynning á myndinni sé rétt að fara af stað, þá segir Vin Diesel, aðalleikari The Last Witch Hunter, að kvikmyndaverið vilji að hann skrifi strax undir samning um mynd númer 2.  Þá er spurning hver örlög persónu Ólafs Darra Ólafssonar, Belial, verða í þessari mynd og hvort hann yrði þá […]

McConaughey ekki í XXL

Matthew McConaughey, aðalstjarna myndarinnar Magic Mike, þar sem hann lék Dallas, eiganda nektardansstaðar, ætlar ekki að mæta til leiks í mynd númer 2, Magic Mike XXL. Þetta kom fram í samtali IndieWire við leikstjóra myndarinnar, Greg Jacobs. Channing Tatum, sem einnig lék aðalhlutverk í myndinni, sagði fyrr á þessu ári að hann vænti þess að […]

Con Air 2 úti í geimnum?

Leikstjórinn Simon West hefur rætt möguleikann á að gera framhald af Nicolas Cage fangahasarnum Con Air, sem á að gerast úti í geimnum! Total Film vefsíðan segir frá þessu. Þó að liðin séu heil 17 ár frá því að fyrri myndin var gerð, þá er West enn spenntur fyrir framhaldsmynd, að því gefnu að upp […]

Fer Selleck með barnið upp að altarinu?

Bandaríski leikarinn Tom Selleck er í dag þekktastur fyrir leik sinn í lögguþáttunum Blue Bloods, en hér áður fyrr gerði hann garðinn frægan sem einkaspæjarinn Magnum P.I  í samnefndum sjónvarpsþáttum, og svo þar á eftir lék hann m.a. í mjög vinsælli mynd sem heitir Three Man and a Baby, sem leikstýrt var af engum öðrum […]

Fer Selleck með barnið upp að altarinu?

Bandaríski leikarinn Tom Selleck er í dag þekktastur fyrir leik sinn í lögguþáttunum Blue Bloods, en hér áður fyrr gerði hann garðinn frægan sem einkaspæjarinn Magnum P.I  í samnefndum sjónvarpsþáttum, og svo þar á eftir lék hann m.a. í mjög vinsælli mynd sem heitir Three Man and a Baby, sem leikstýrt var af engum öðrum […]

Wyatt leikstýrir EKKI næstu Apamynd

Rupert Wyatt, leikstjóri (hinnar ömurlegu) Rise of the Planet of the Apes, mun ekki leikstýra næstu mynd í þríleiknum sem ber nafnið Dawn of the Planet of the Apes. Heimildir fregna að hann sé ósáttur við Fox, en fyrirtækið hefur neitað að staðfesta þessar fregnir. Að sögn vefsíðunnar Deadline er Wyatt ósáttur með útgáfudagsetningu myndarinnar […]

Kvikmyndir.is forsýnir Expendables 2!

*UPPFÆRT* Helgin framundan gerist varla menningalegri. Á miðnætti í kvöld (föstudaginn) verður haldið strákabíó með stæl í sal A í Laugarásbíói á The Expendables 2 og til að menn njóti þessarar kómísku og rugluðu rússíbanareiðar eins og hasarhöfðingjarnir ætlast til, þá verður sýningin að sjálfsögðu hlélaus og hljóðið stillt á POWER. Miðaverð er 1200 kr, […]

Before Sunrise/Sunset framhald staðfest

Eftir orðróma um hugsanlegt framhald af marglofaða tvíleik leikstjórans Richard Linklater, Before Sunrise og Before Sunset, hefur leikarinn og sjarmatröllið Ethan Hawke staðfest að tökur á framhaldinu munu hefjast nú í sumar. Linklater hefur farið huldu höfði með verkefnið hingað til og svaraði stutt í viðtali á kvikmyndahátíðinni á Sundance að engin áform væru heilsteypt varðandi […]

Ný og töffaraleg G.I. Joe plaköt

Ég held að margir geta verið sammála því að G.I. Joe: Retaliation lítur aðeins betur út en maður bjóst við. Fyrri myndin, sem Stephen Sommers leikstýrði, féll ekkert sérstaklega vel í kramið hjá kvikmyndaáhugamönnum eða gagnrýnendum, en það er aldrei að vita nema framhaldsmyndin bæti upp fyrir hana með hárréttum skammti af heimsku fjöri og […]

Pearce mætir Járnmanninum

Leikaravalið í Iron Man 3 heldur áfram að stækka en þegar er nýbúið að tilkynna það að Ben Kingsley muni leika illmenni myndarinnar, Mandarin. Nú hefur Guy Pearce gengið frá samningum sínum og mun fara með hlutverk Alrich Killian, sem harðir aðdáendur myndasagnanna ættu að þekkja nokkuð vel (a.m.k. þeir sem vita hvað „extremis“ er) […]

Expendables 3 í bígerð

Enn eru fimm mánuðir í hina graníthörðu (vona ég) The Expendables 2, en það virðist enginn efa það að þetta verði risastór mynd sem haugur af fólki mun sjá. Samkvæmt naglanum Randy Couture, sem er einn af sköllóttu meðlimum harðhausateymisins, er þess vegna strax byrjað að undirbúa þriðju myndina í þessari karlmannalegu seríu. Hvort sem fullbúið […]

Expendables 2 verður EKKI PG-13!

Aðdáendur trylltust þegar kom í ljós að langþráða framhaldið á The Expendables fengi ekki þennan margumrædda R-stimpil (bönnuð innan 17 ára í bandaríkjunum), eins og fyrri myndin, því augljóslega myndi það þýða að ofbeldið yrði vægara og táningavænna – og það fannst mörgum gera þessa harðhausaveislu ofsalega tilgangslausa. Hægt er að lesa nánar um skandalinn […]

Avengers 2 verður smærri en sú fyrri

Enn eru tveir mánuðir í aðra af tveimur bíómyndum sem nördarnir halda ekki vatni yfir í sumar, en leikstjórinn/handritshöfundurinn Joss Whedon er engu að síður duglegur að horfa í framtíðina og er byrjaður að spá í framhaldinu. Það er hvort eð er öruggt að fullyrða það að séu engar líkur séu á því að The Avengers […]

Partýið stækkar í Project X… 2

Partýmyndin Project X var ekki lengi að græða tilbaka framleiðslukostnaðinn sinn í bandaríkjunum og hefur þegar náð að tvöfalda hann, og í hinum gráðuga Hollywood-heimi þýðir það einfaldlega tvennt; að aðstandendur séu ofsalega kátir og eflaust syndnandi í vinnutilboðum, og að framhald sé gjörsamlega óhjákvæmilegt. Annars er ekkert erfitt að græða litlar $12 milljónir til […]

Viltu vita meira um Taken 2?

Í fullri alvöru, hvernig í ósköpunum er ekki hægt að fíla Taken? Ég geri mér grein fyrir því að margir erlendir gagnrýnendur geta svarað mér þessari spurningu ýtarlega (þar sem þeir voru ekki allir eins jákvæðir og áhorfendur), en það er líka löngu vitað að gagnrýnendur eiga erfitt með að skemmta sér, enda er það […]

Bridget Jones eignast barn

Þriðja myndin um ævintýri dagbókarpennans Bridget Jones er í burðarliðnum en ýmis vandræði hafa verið að tefja fyrir svo að tökur geti hafist. Leikstjórinn Paul Feig (Bridesmaids) hætti við að leikstýra seint á síðasta ári en Bretinn Paul Cattaneo hefur hlaupið í skarðið, hann er best þekktur fyrir frábæru gamanmyndina The Full Monty og ætti […]

Vaughn leitar að nýjum Kick-Ass leikstjóra

Matthew Vaughn fékk ekki lítið lof þegar hann kynnti heiminum fyrir einni djörfustu og siðlausustu „ofurhetjumynd“ síðustu ára, og að hugsa til þess að hann ætli ekki að leikstýra framhaldsmyndinni hljómar næstum því jafnfúlt og ef Kenneth Branagh myndi ekki gera aðra Thor-mynd. Nei, alveg rétt. Andskotinn! Vaughn (alveg eins og Branagh reyndar) setti fullkomlega […]

Mennirnir í svörtu eru mættir aftur

Það er ansi ótrúlegt að á næsta ári verður liðinn áratugur síðan Men in Black II kom út. Þetta árabil gefur svolítið til kynna að þriðja myndin, sem frumsýnd verður í maí, sé ekki beint framhald sem áhorfendur hafa betlað eftir. Hver veit? Kannski eru Will Smith, Tommy Lee Jones (kannski Josh Brolin líka?) og […]

„Fullorðna“ fólkið fær aðra mynd

Stundum getur verið ofsalega erfitt að vera kvikmyndaunnandi þegar bíómyndir eins og Jack & Jill og Grown Ups hirða miklu meiri athygli heldur en þær á skilið. Bíófíklar víða um heiminn eru enn að bíða eftir Sin City 2, Kick-Ass 2 og The Incredibles 2, svo eitthvað sé nefnt, en það  dregst alltaf hundleiðinlega mikið og í millitíðinni […]

"Fullorðna" fólkið fær aðra mynd

Stundum getur verið ofsalega erfitt að vera kvikmyndaunnandi þegar bíómyndir eins og Jack & Jill og Grown Ups hirða miklu meiri athygli heldur en þær á skilið. Bíófíklar víða um heiminn eru enn að bíða eftir Sin City 2, Kick-Ass 2 og The Incredibles 2, svo eitthvað sé nefnt, en það  dregst alltaf hundleiðinlega mikið og í millitíðinni […]

Worthington snýr aftur í Reiði guðanna

Reiði guðanna er kannski ekki alveg nákvæm þýðing á titlinum (Reiði risanna kannski?) en það breytir því ekki að stórmyndin Wrath of the Titans er á leiðinni hvort sem fólki líkar það betur eða verr. Fyrri myndin, Clash of the Titans, féll hvorki í kramið hjá gagnrýnendum eða áhorfendum þótt hún hafi skilað góðri innkomu […]

Barnshafandi Bridget Jones

Eflaust eru einhverjar konur spenntar að sjá þriðja eintak hinnar sívinsælu Bridget Jones-seríu, þar sem Renée Zellweger gerir sig stanslaust að fífli undir skrautlegum kringumstæðum. Framleiðsla þriðju myndarinnar, sem mun bera heitið Bridget Jones’ Baby, var tímabundið sett á stopp eftir að leikstjórinn Paul Feig (Bridesmaids) ákvað að yfirgefa leikstjórastólinn. Eftir svolitla leit hefur Universal loksins […]

Man of Steel framhald í vinnslu?

Það lítur út fyrir að Warner Bros. hefur skuggalega mikla trú á nýjustu Superman-myndinni sinni, Man of Steel, þar sem þeir eru þegar byrjaðir að leita að handritshöfundum fyrir framhaldið. Eins gott að þeir hugsuðu ekki svona langt þegar Superman Returns var enn í eftirvinnslu. Glöggir vita að hún skilaði ekki alveg inn hagnaðinum sem […]

Journey 2 fær stiklu

Journey to the Center of the Earth vakti nokkra athygli þegar hún kom út árið 2008, en hún var ein fyrsta leikna myndin sem nýtti sér þrívíddartæknina á ný, sem Avatar sigraði svo heiminn með og allir eru orðnir svo leiðir á núna. Íslendingar muna etv. betur en aðrir eftir henni, því lítill hluti myndarinnar […]

Del Toro næsta Star Trek illmennið?

Tökur á nýjustu Star Trek-mynd J.J. Abrams hefjast í Janúar og hafa höfundar myndarinnar verið að flýta sér hægt til að efnið verði ekki fljótgert og letilegt og bíða margir aðdáendur síðustu Star Trek-myndarinnar spenntir eftir því sem koma skal í framhaldinu. Nú hefur Leikstjórinn J.J. Abrams lýst því yfir að hann sækist eftir Benicio […]

Sherlock Holmes 2: Ný stikla

Sherlock Holmes: A Game of Shadows er væntanleg yfir hátíðirnar og er markaðsefnið farið að sækja í sig veðrið. Stikla fyrir myndina er komin á netið, og á meðan hún lofar ágætis skemmtun sýnir hún líka full mikið. En sýnishorn eru farin að gera það almennt. En eins og allir vita snýr Robert Downey Jr. […]

Zombieland á leið í sjónvarp?

Upphaflega átti uppvakningamyndin Zombieland að vera sjónvarpsþættir en vegna þess að höfundarnir og sjónvarpsstöðin voru ekki sama máli varðandi efni þáttarins voru þau áform lögð í salt og kvikmyndin gerð þess í stað síðar. Nú lítur út fyrir að upphaflega hugmyndin öðlist nýtt líf þar sem áhugi fyrir efninu hefur aukist síðan þættirnir The Walking […]

American Reunion fær kitlu

Tólf árum eftir að fyrsta American Pie-myndin leit dagsins ljós – og nákvæmlega 10 árum eftir að önnur myndin kom út – er komið að því að sameina allt liðið aftur á ný, eða allavega mjög stóran hluta af því. Enn og aftur virðist Jim (Jason Biggs) aldrei fá að geta notið ásta með sjálfum […]

Hvar verður Weaver í Avatar 2?

Margir aðdáendur stórmyndarinnar Avatar voru heldur ringlaðir þegar þeir lásu að Sigourney Weaver myndi snúa aftur í næstu mynd. Það er spurning hvort það sé hægt að kalla þetta spoiler þegar um er að ræða mynd sem nánast allir með púls og göngugetu sáu í bíói, en flestir ættu að muna að persóna hennar lét […]