Kvikmyndir.is forsýnir Expendables 2!

*UPPFÆRT*
Helgin framundan gerist varla menningalegri. Á miðnætti í kvöld (föstudaginn) verður haldið strákabíó með stæl í sal A í Laugarásbíói á The Expendables 2 og til að menn njóti þessarar kómísku og rugluðu rússíbanareiðar eins og hasarhöfðingjarnir ætlast til, þá verður sýningin að sjálfsögðu hlélaus og hljóðið stillt á POWER.
Miðaverð er 1200 kr, sama og almennt verð.

Fyrir tveimur árum síðan héldum við ansi fjöruga miðnætursýningu á fyrri myndinni (þar sem klöppin voru ekki spöruð) en reiknað er með hressari stemmningu þetta skiptið. Framhaldið hefur hingað til fengið betri dóma og þarf vissulega ekki annað en að sjá plakatið til að sjá að hér hefur töluvert fjölgað í fræga mannskapnum.

Flækjum þetta ekkert meira. Það eru tvær leiðir til þess að tryggja sér miða:

1. Með kreditkorti á netinu (smellið hér!). Þeir sem nota þennan máta munu samstundis fara á lista hjá okkur þar sem þeim verður síðan hleypt inn við dyrnar á undan sýningu.

2. Í bíóinu sjálfu. Miðasalan fer hins vegar eingöngu fram í gegnum Kvikmyndir.is en ekki Laugarásbíó og þess vegna verður ekki hægt að versla miða fyrr en eftir kl. 21:00 í kvöld þegar við mætum á staðinn. En fólki er aftur á móti velkomið að senda tölvupóst á tommi@kvikmyndir.is og láta taka frá fyrir sig.

Sýningin hefst kl. 00:15. Sjáumst þá, með útflexaða vöðva!

PS. Stelpur mega koma líka.