Svartur aftur á toppinn, Lawless beint í fimmta

Íslenski spennutryllirinn Svartur á leik endurheimti í síðustu viku toppsætið á íslenska DVD listanum, en myndin er fyrrum toppmynd listans, og hefur nú verið á listanum í fjórar vikur alls.

Í öðru sæti er toppmynd vikunnar á undan, The Bourne Legacy og í þriðja sæti eru Ben Stiller og félagar í The Watch, upp um eitt sæti. Harðhausarnir í The Expendables 2 eru í fjórða sæti og fara niður um eitt frá því í vikunni á undan, og bannáramyndin Lawless fer ný í fimmta sæti listans.

Ein önnur ný mynd er á listanum, Magic Mike, en hún fer beint í 13. sæti.

Hér að neðan er listi 20 vinsælustu DVD/Blu-ray myndanna á Íslandi í dag.