Svartur á leik (2012)16 ára
( Black's Game )
Frumsýnd: 2. mars 2012
Tegund: Spennumynd, Drama, Glæpamynd, Íslensk mynd
Leikstjórn: Óskar Thór Axelsson
Skoða mynd á imdb 6.8/10 2,869 atkv.

  • Horfa/Kaupa
Tagline
Byggt á metsölubók Stefáns Mána
Söguþráður
Byggð á sakamálasögu Stefáns Mána. Svartur á leik gerist á þeim ótryggu tímum þegar undirheimar Reykjavikur eru að stækka og verða hættulegri. Við fylgjumst með upprisu og falli í hópi karaktera; Stebba, venjulegum manni sem flækist inn í eiturlyfjaheiminn í gegnum vin frá barnæsku, Tóta. Sá starfar sem handrukkari fyrir Jóa Faró, stærsta eiturlyfjabarón landsins síðan á 7. áratugnum. Tóti ásamt Brúnó, sem var líka á leiðinni upp framastigann, yfirtaka rekstur Jóa og breyta eiturlyfjamarkaðinum. Í byrjun myndar stendur Stebbi frammi fyrir því að fá á sig ákæru vegna slagsmála sem hann lenti í þegar hann var drukkinn. Hann rekst á Tóta sem bíður honum besta sakamálalögfræðing landsins ef hann kemur að vinna fyrir sig. Stebbi samþykkir það. Stuttu seinna þegar Brunó kemur frá sjálfskipaðari árs útlegð sinni erlendis, þá sér Stebbi að undir yfirborðinu liggur mikil spenna. Brúnó er siðblindur og hefur þrifist á hættu og glæpum. Tóti er hins vegar í tenglum við raunveruleikann og vill einungis reka fyrirtæki með hagnaði. Innrivalda togstreita byrjar og Stebbi er fastur í miðjunni. Sagan er sögð frá sjónarhóli Stebba og fer fyrri helmingur myndarinnar fram og tilbaka á milli Stebba, sem er að læra tökin og verða meðlimur klíkunnar með ágætis framahorfur, og baksögu Tóta og upphafs klíkunnar. Í seinni helmingnum hefur Brúno komið aftur og klíkan byrjuð að brotna niður. Endar það með því að Stebbi finnur sig fastan á milli steins (Tóta) og sleggju (Brúnó). Og þá er ekki minnst á lögregluna...
Tengdar fréttir
06.08.2013
Fjórar íslenskar með RIFF í Póllandi
Fjórar íslenskar með RIFF í Póllandi
Íslenskar kvikmyndir eru í brennidepli á kvikmyndahátíðinni í Poznan í Póllandi sem fer nú fram. Af fimm myndum í flokknum „New Scandinavian Cinema“ eru hvorki meira né minna en fjórar íslenskar, að því er fram kemur í tilkynningu frá Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, en myndirnar voru valdar í samstarfi við RIFF. Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi RIFF,...
24.06.2013
Hús Stefáns Mána verður kvikmynd
„Ég treysti þessum mönnum fullkomlega fyrir verkinu enda hoknir af reynslu,“ segir rithöfundurinn Stefán Máni Sigþórsson sem hefur skrifað undir samning við RVK Studios um kvikmyndaréttinn að skáldsögunni Húsið sem kom út á síðasta ári. að því er vísir.is greinir frá. RVK Studios er nýtt framleiðslufyrirtæki sem er stofnað af Baltasar Kormáki, Magnúsi Viðari...
Trailerar
Stikla
Kitla
Umfjallanir
Dómar og einkunn
Rotten tomatoes gagnrýnendur: -1% - Almenningur: 66%
Tilnefnd til "Tiger Awards".
Svipaðar myndir