Star Wars 8 – Fyrsta kitla og nýir leikarar!

Fyrsta kitlan úr næsta kafla Star Wars sögunnar, Star Wars: Episode VIII hefur verið birt, en sjöundi kafli þessa mikla stórvirkis kvikmyndasögunnar, er strax orðin ein af þremur vinsælustu myndum allra tíma þó svo hún hafi verið frumsýnd fyrir aðeins 2 mánuðum!

mark hamill

Leikstjóri og handritshöfundur nýju myndarinnar, Rian Johnson, sést enmitt í kitlunni, sem er ætlað að tilkynna upphafið á tökunum, en þær hófust í Pinewood kvikmyndaverinu í London í dag, mánudaginn 15. febrúar.

Eins og sjá má þá er leikstjórinn staddur með tökuliðinu úti í eyjunni ( ath. ekki lesa lengra ef þú vilt ekki vita neitt úr fyrir myndinni ) þar sem við skildum við Loga geimgengil í síðustu mynd.

Sögusagnir hafa verið uppi lengi um að Benicio Del Toro verði í myndinni í hlutverki illmennis, og nú hafa þær sögusagnir verið staðfestar. Stórleikkonan Laura Dern og nýliðinn Kelly Marie Tran eru einnig nýjar í leikarahópnum.

Eftirtaldir leikarar úr fyrri myndinni mæta aftur, þau Mark Hamill, Carrie Fisher, Adam Driver, Daisy Ridley, John Boyega, Oscar Isaac, Lupita Nyong’o, Domhnall Gleeson, Anthony Daniels, Gwendoline Christie og Andy Serkis.