Spurt og svarað á Norræni kvikmyndahátíð

Norræn kvikmyndahátíð í Norræna húsinu hófst í gær og stendur til 22. apríl. Frítt er inn á allar myndirnar og eru flestar myndir með enskum texta.

Helstu stjörnur norrænnar kvikmyndagerðar sækja hátíðina heim í ár, þar á meðal einn aðalleikara dönsku þáttaraðarainnar 1864, Jakob Oftebro. Hann er norskur en menntaður í Danmörku og er jafnvígur á bæði dönsku og norsku.

Aðrir gestir hátíðarinnar eru Morten Kirkskov, höfundur bókarinnar Kapgang sem samnefnd mynd byggist á og Tuomas Kyrö höfundur bókarinnar sem kvikmyndin The Grump byggist á. Einnig munu framleiðendur frá Grænlandi og Svíþjóð vera með vinnustofur á hátíðinni.

nordic_film_festival

Myndirnar eru allar nýlegar, með þeirri undantekningu þó að Hrafninn flýgur verður sýnd einu sinni í tengslum við vinnustofu um samstarf Íslendinga og Svía í kvikmyndaiðnaðinum. En Hrafninn flýgur er hvergi jafnvinsæl og hjá grönnum okkar Svíum.

Leikarinn Jakob Oftebro mun taka þátt í hátíðinni og sitja fyrir svörum. Rithöfundarnir Tuomas Kyrö og Morten Kirkskov munu einnig taka þátt í spurt og svarað að loknum myndunum The Grump og Kapgang en þær eru byggðar á verkum eftir þá. Frítt inn á alla viðburði

Hér að neðan má sjá yfirlit yfir „Spurt og svarað“ á hátíðinni.

17. apríl

Kl: 16:00 Eskimo Diva

Myndin Eskimo Diva fjallar um Nuka Bisgaard og baráttu hans fyrir réttindum samkynhneigðra á Grænlandi. Nuka er upphafsmaður Gay Pride göngunnar í Nuuk. Nuka situr fyrir svörum eftir sýningu á myndinni ásamt Lene Stæhr leikstjóra myndarinnar.

18.apríl

20:00 The Grump

Huldar Breiðfjörð spjallar við Tuomas Kyrö höfund bókarinnar The Grump sem samnefnd mynd var gerð eftir. Myndin hefur slegið í gegn á Norðurlöndunum.

19.apríl

19:30 Kraftidioterne

Vera Sölvadóttir spjallar við Jakob Oftebro um feril hans og myndina Kraftidioten.

20.apríl

19:30 Kapgang

Rakel Garðarsdóttir spjallar við höfund bókarinnar Kapgang, Morten Kirkskov en hann er einnig handritshöfundur að myndinni Den eneste ene.