Skorinn Cruise á nýju Jack Reacher plakati

Glænýtt plakat fyrir nýjustu mynd Tom Cruise, Jack Reacher, var birt í kvöld á Twitter síðu myndarinnar.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Í sjálfu sér ekki mikið á plakatinu að græða, nema reyndar að Cruise er með skurð á vinstri kinn, hvað sem það kann að þýða.

Söguþráður myndarinnar er eitthvað á þessa leið:

Í saklausum litlum bæ, eru fimm skotnir til bana af leigumorðingja. Lögreglan kemst fljótt að því hver skotmaðurinn er og handtekur sökudólginn.
En maðurinn segist vera saklaus og segir; „náið Jack Reacher“. Sjálfur sér Reacher frétt af málinu í fjölmiðlum og fer til bæjarins, en Reacher er fyrrum herlögregluforingi og flækist um heiminn.
Þegar Reacher birtist þá léttir lögmönnum sakborningsins, en Reacher er kominn til að afsanna ásakanir sakborningsins. Hann fer nú í það verkefni að sanna sekt skotmannsins, en málið er ekki eins einfalt og það virtist í fyrstu.