Sköllóttur Waltz í nýrri stiklu

Fyrsta stikla úr nýjustu mynd Terry Gilliam, The Zero Theorem, er mætt. Gilliam hefur gert myndir eins og Twelwe Monkeys, The Brothers Grimm, The Fisher King, Brazil, Time Bandits og The Meaning of Life svo einhverjar séu nefndar.

zero-theorem-christoph-waltz2

Myndin fjallar um tölvuhakkara sem hefur það að markmiði að komast að ástæðunni fyrir tilvist mannsins, en hann er sífellt truflaður af Yfirstjórninni; í þetta sinn þá senda þeir ungling og munúðarfulla kona til að trufla hann.

Christoph Waltz fer með aðalhlutverkið í myndinni og með önnur hlutverk fara Matt Damon, Emil Hostina, Dana Rogoz, Lucas Hedges, Mélanie Thierry, Ben Whishaw, Sanjeev Bhaskar og Tilda Swinton.