Shadix úr Beetlejuice látinn, 58 ára

Glenn Shadix, sem var best þekktur fyrir túlkun sína á hinum þéttholda og hrokafulla hönnuði í gamanmyndinni Beetlejuice frá árinu 1988, lést í gær, þriðjudag, á heimili sínu í Birmingham á Englandi. Hann var 58 ára gamall.

Shadix hafði nýverið flutt heim til Englands eftir að hafa búið í mörg ár í Los Angeles. Samkvæmt systur Shadix þá virðist sem hann hafi dottið úr hjólastól sínum og rekið höfuðið í. Opinber dánarorsök hefur þó ekki verið gefin út.

Shadix lék í meira en 30 bíómyndum og í nokkrum sjónvarpsþáttum, þar á meðal í Seinfeld.

Samkvæmt aðstoðarmanni leikarans þá var hann alltaf í mjög góðu sambandi við Tim Burton leikstjóra, sem réð hann í myndir eins og Nightmare Before Christmas, Planet of the Apes og Beetlejuice.

Á heimasíðu leikarans kemur fram að hann hafi verið ljósmyndari af guðs náð, og hafi verið virkur baráttumaður fyrir réttindum samkynhneigðra, en hann talaði oft um það að þegar hann var unglingur hafi verið reynt að afhomma hann með sérstökum meðferðum.

Í seinni hluta trailersins hér að neðan sést Shadix í hlutverki sínu í Beetlejuice.