Seagal segir Rússum að tala við Bandaríkjamenn

Hasarhetjan Steven Seagal er áhrifamikill maður. Seagal beitti nýlega áhrifum sínum í Moskvu, en þangað fór hann með erindrekum Bandaríkjastjórnar til að ræða sprengjuárásirnar í Boston-maraþonhlaupinu á dögunum.

steven_seagall_a_p

Under Siege leikarinn, sem er núna 61 árs gamall, er enginn nýgræðingur í því þegar kemur að alþjóðlegum samskiptum, en þingmaðurinn Dana Rohrabacher, sem fór fyrir sex manna sendinefnd til Rússlands nú nýlega, segist hafa þekkt leikarann „um árabil“ og þau hafi reglulega rætt „leiðir til að koma í veg fyrir hryðjuverk öfgafullra íslamista“.

„Við erum mjög þakklát fyrir hjálpina sem hann hefur veitt þingnefndinni, til að stuðla að því að við náum takmarki okkar,“ sagði Rohrabacher, og bætti við að Seagal „væri að leggja mikið á sig“ til að aðstoða í þessum viðræðum Rússa og Bandaríkjamanna.

„Ég veit ekki hvort [aðstoðar forsætisráðherrann Dmitri Rogozin] hefði verið viljugur til að ræða við okkur nema vegna þess að Seagal hafi ráðlagt honum að gera það,“ bætti hann við. „Við erum mjög ánægð með að hann opnaði dyr fyrir okkur þannig að við gætum rætt við mikilvæga menn.“

Í heimsókninni voru sprengjuárásirnar í apríl sl. í Boston ræddar og þá sérstaklega annar sprengjumannanna Tamarlan Tsarnaev, sem eyddi sex mánuðum í suður Rússlandi á síðasta ári.

 

Stikk: