Romero tæklar uppvakninga skáldsögu

Sjálfur skapari nútíma uppvakninga-kvikmyndanna, George A. Romero, hefur tilkynnt að í augnablikinu sé hann að skrifa handrit byggt á 2011 skáldsögunni The Zombie Autopsies: Secret Notebooks from the Apocalypse, eftir Steven C. Schlozman. Romero segir að bókin, sem fjallar um sláandi uppgvötanir hóp vísindamanna þegar að þeir skera upp uppvakning í miðjum heimsendi, höfði mjög til sín og að hann hafi notið hennar einstaklega: „Ég hef skrifað og gert kvikmyndir um uppvakninga í yfir 40 ár. Á öllum þeim tíma, hef ég aldrei getað sannfært fólk um að uppvakningar séu til. Frá blaðsíðu eitt af Zombie Autopsies náði Steven Schlozman að taka burt nokkurn vafa hjá mér. Þetta öra, skemmtilega verk mun fá þig til að hlæja…og hafa áhyggjur.“

Hann bætir síðan við: „Þetta er saga Steve, ekki mín. Þetta er eins og bókin The Andromeda Strain. Mjög spennandi og virkilega nákvæm, læknisfræðilega séð. Þessi maður [Steven] er læknir, þetta er allt um að vera eins læknisfræðilega nákvæmur og hægt er. Ég hugsa um hana eins og fyrstu Frankenstein kvikmynd Hammer, sem var öll um grafísk atriði af heilum í blóðugum krukkum. Ég vil að hún verði fullkomlega nákvæm, jafnvel svo að fólk fái áfall.“

Það verður áhugavert að sjá hvernig aðlögun Romeros kemur út, en nýjasta mynd hans var Survival of the Dead frá árinu 2009.