Rófubóndi gerist lögga

The Office leikarinn Rainn Wilson er í leit að nýjum verkefnum þessa dagana eftir að NBC ákvað að hætta framleiðslu sjónvarpsþáttanna The Farm, sem var útúrdúr ( spin off ) úr sjónvarpsþáttunum The Office þar sem Wilson lék eitt aðalhlutverkið; Dwight Schrute.

Wilson hefur þó úr ýmsum nýjum tækifærum að velja, og hefur nú skrifað undir samning um að leika í prufuþætti fyrir drama sjónvarpsþættina Backstrom.

Backstrom er byggður á seríu af sænskum skáldsögum eftir Leif G.W. Persson og fjallar um skapstyggan, móðgandi og allt of feitan lögreglumann sem á í vandræðum með að breyta um lífstíl, sem er að fara með hann í gröfina. Samkvæmt TVLine þá mun Wilson leika titilhlutverkið í þáttunum, sjálfan Backstrom.

Áður var búið að ráða Dennis Haysbert til að leika í þættinum, sem og þau Kristoffer Polaha og Beatrice Rosen.

Wilson sló í gegn sem hinn einkennilegi rófubóndi og pappírssölumaður Dwight Schrute í NBC gamansjónvarpsþáttunum The Office, en hann hefur einnig reynslu af því að leika í smáhlutverk í drama þáttum eins og í One Life to Live, Almost Famous og Six Feet Under.

Backstrom gæti verið gott tækifæri fyrir Wilson til að fara alla leið og leika aðalhlutverk í sjónvarpsþáttum, ef prufuþátturinn heppnast vel.

Hér fyrir neðan er stutt stikla úr sjónvarpsþættinum The Farm, sem nú heyrir sögunni til: