Reese fer í göngutúr

witherspoonKvikmyndafyrirtækið Fox Searchlight Pictures tilkynnti í dag að það hefði tryggt sér kvikmyndaréttinn að kvikmyndagerð breska rithöfundarins Nick Hornby ( High Fidelity, About a Boy, Fever Pitch ) að metsölubók rithöfundarins Cheryl Strayed, Wild.

Reese Witherspoon mun leika  aðalhlutverkið í myndinni. Framleiðsla myndarinnar hefst síðla hausts á þessu ári, eða um leið og búið er að ráða leikstjóra, samkvæmt frétt Deadline vefjarins.

Bók Strayed fjallar um 26 ára gamla konu sem fyllist vonleysi þegar hjónaband hennar fer í vaskinn og móðir hennar deyr. Hún ákveður í kjölfarið að fara í 1.000 mílna göngu eftir hinum svokallaða Pacific Crest slóða, alein.

 

Stikk: