Radcliffe sér svartklædda konu

Daniel Radcliffe er nú á fullu að vinna sig frá ímynd sinni sem Harry Potter, þó að síðasta Harry Potter myndin verði ekki frumsýnd fyrr en á næsta ári (fyrri hluti „seinustu“ myndarinnar kemur í nóvember). Vefsíðan Shocktillyoudrop.com greinir frá því að leikarinn hafi nú tekið að sér aðahlutverkið í spennumyndinni The Woman in Black, sem gera á í 3D. Leikstjóri er James Watkins.

Myndin er byggð á metsölubók Susan Hill og fjallar um ungan lögfræðing, Arthur Kipps, sem fer til afvikins þorps til að skoða pappíra hjá konu sem er nýlátin. Þar sem hann vinnur að þessu máli í húsinu, uppgötvar hann sláandi og sorgleg leyndarmál, og hann fer að verða órólegur. Óróinn magnast enn þegar hann fer að sjá dularfulla konu klædda í svart frá toppi til táar.

Jane Goldman skrifar handritið, en tökur hefjast í haust.

Stikk: