Ordell & Louis úr Jackie Brown snúa aftur

Samuel L. Jackson og Robert DeNiro munu þó ekki fara með hlutverk félaganna líkt og þeir gerðu fyrir 15 árum í kvikmynd Tarantinos, heldur munu þeir Yasiin Bey (nýtt nafn listamannsins sem áður kallaði sig Mos Def) og John Hawkes taka yfir hlutverkin.

Þessi breyting er ekki tilkomin vegna þykktar launaumslaga upprunalegu leikaranna, heldur vegna þess að myndin á að gerast 15 árum fyrir atburði Jackie Brown. Myndin kallast Switch og byggir á samnefndri skáldsögu Elmore Leonard, sem einnig skrifaði bókina Rum Punch, sem Tarantino aðlagaði svo (lauslega) að hvíta tjaldinu með Jackie Brown. Kvikmyndagerðarmaðurinn Daniel Schechter mun halda um taumana að þessu sinni, og skrifaði hann einnig handrit myndarinnar. Það gerði hann án vitundar Leonards, og sendi honum svo handritið blindandi í von um að honum myndi líka það. Það hefur greinilega gengið, því Leonard er titlaður meðframleiðandi myndarinnar.

Bókin segir frá fyrstu kynnum þeirra Ordell Robbie og Louis Gara, er þeir sitja inni á sama tíma fyrir bílaþjófnað. Er þeir losna úr fangelsi ákveða þeir að starfa saman að einu stóru verkefni, að ræna eiginkonu vel stæðs verktaka og biðja um lausnarfé. Það sem þeir reikna ekki með er að eiginmaðurinn hefur lítinn áhuga á að fá konuna sína aftur.

Jackie Brown er ein af betri myndum Tarantino að mínu mati, og Þeir DeNiro og Jackson voru stórskemmtilegir í hlutverkum sínum sem Ordell og Louis. Þó að erfitt verði að toppa þá, lýst mér furðuvel á þá John Hawkes og Yasiin Bey í hlutverkunum. Þetta ætti að vera þess virði að fylgjast með.

Ordell & Louis úr Jackie Brown snúa aftur

Samuel L. Jackson og Robert DeNiro munu þó ekki fara með hlutverk félaganna líkt og þeir gerðu fyrir 15 árum í kvikmynd Tarantinos, heldur munu þeir Yasiin Bey (nýtt nafn listamannsins sem áður kallaði sig Mos Def) og John Hawkes taka yfir hlutverkin.

Þessi breyting er ekki tilkomin vegna þykktar launaumslaga upprunalegu leikaranna, heldur vegna þess að myndin á að gerast 15 árum fyrir atburði Jackie Brown. Myndin kallast Switch og byggir á samnefndri skáldsögu Elmore Leonard, sem einnig skrifaði bókina Rum Punch, sem Tarantino aðlagaði svo (lauslega) að hvíta tjaldinu með Jackie Brown. Kvikmyndagerðarmaðurinn Daniel Schechter mun halda um taumana að þessu sinni, og skrifaði hann einnig handrit myndarinnar. Það gerði hann án vitundar Leonards, og sendi honum svo handritið blindandi í von um að honum myndi líka það. Það hefur greinilega gengið, því Leonard er titlaður meðframleiðandi myndarinnar.

Bókin segir frá fyrstu kynnum þeirra Ordell Robbie og Louis Gara, er þeir sitja inni á sama tíma fyrir bílaþjófnað. Er þeir losna úr fangelsi ákveða þeir að starfa saman að einu stóru verkefni, að ræna eiginkonu vel stæðs verktaka og biðja um lausnarfé. Það sem þeir reikna ekki með er að eiginmaðurinn hefur lítinn áhuga á að fá konuna sína aftur.

Jackie Brown er ein af betri myndum Tarantino að mínu mati, og Þeir DeNiro og Jackson voru stórskemmtilegir í hlutverkum sínum sem Ordell og Louis. Þó að erfitt verði að toppa þá, lýst mér furðuvel á þá John Hawkes og Yasiin Bey í hlutverkunum. Þetta ætti að vera þess virði að fylgjast með.