Opið hús í Smárabíói á morgun

Opið hús í Smárabíói verður haldið í annað sinn á morgun laugardag og fer fram á sama tíma og Smáralind og Smárabíó fagna 10 ára afmæli sínu.

Í opna húsinu verður nóg á seyði fyrir alla fjölskylduna:

– Risastrumpurinn, Solla stirða og Steindinn okkar kíkja í heimsókn.
– Í öllum bíósölunum verður eitthvað á seyði; PlayStation move og Fifa 12 mót, heimildarmyndin „Saga kvikmyndarinnar“ sýnd og nýjustu sýnishornin í þrívidd.
– Ókeypis gos og nammi fyrir alla á meðan birgðir endast.
– Hægt verður að fara í skoðunarferð um tæknivæddasta sýningarklefa landsins.

Auk þess minnist Smárabíó á að í tilefni af 10 ára afmælinu eru 10 ára verð á allar sýningar dagana 6. – 10. október.

Verðin eru sem hér þessa daga:

Almennt verð: 800 kr.
Börn: 450 kr.
3D sýningar: 1.000 kr.
Lúxus: 1.700 kr.

Myndirnar sem í sýningu eru þessa daga eru eftirfarandi:
Rauðhetta 2
Johnny English Reborn
Abduction
What’s Your Number?
I Don’t Know How She Does It