Ofurhetjur og Ömurleg brúðkaup í nýjum Myndum mánaðarins

Aprílhefti kvikmynda – og DVD/Blu-ray/VOD tímaritsins Myndir mánaðarins er komið út í rafrænni útgáfu. Eins og ávallt er blaðið sneisafullt af áhugaverðu efni í bland við kynningar á nýjustu myndum bíóhúsanna í aprílmánuði, sem og nýjum myndum sem gefnar verða út á DVD, Blu-ray og/eða VOD í mánuðinum.

Sneisafullt blað af áhugaverðu efni.

Á forsíðum blaðsins eru tvær gríðarlega spennandi en ólíkar kvikmyndir, sem margir hafa beðið eftir með mikilli eftirvæntingu. Annarsvegar er það kvikmyndin um Marvel ofurhetjuflokkinn Avengers, Avengers: Endgame, þar sem valinn leikari er í hverju rúmi, og hinsvegar er það franska framhaldsmyndin Ömurleg Brúðkaup 2, en fyrri myndin sló í gegn á sínum tíma.

Avengers: Endgame kemur 26. apríl í bíó en Ömurleg brúðkaup 2 verður tveimur vikum fyrr á ferðinni, eða 12. apríl.

Einnig má í blaðinu sjá það nýjasta á tölvuleikjamarkaðnum og margt fleira, eins og stjörnuspá, gullkorn, bíófréttir, topplista og bíómiðaleik.

Smelltu hér til að lesa Myndir mánaðarins á kvikmyndir.is