Óþekkjanlegur Christian Bale

Christian Bale er óþekkjanlegur í hlutverki sínu í ónefndri nýrri mynd eftir leikstjóra Silver Linings Playbook, David O. Russell, eins og sjá með því að smella hér þar sem hann er ásamt leikkonunni Amy Adams á tökustað.

Myndin á greinilega að gerast á áttunda áratug síðustu aldar ef mark er takandi á hárgreiðslu og búningum, en Bale er þarna kominn með skalla sem hann greiðir yfir af mikilli vandvirkni, íklæddur kakíbuxum, í hvítri skyrtu, með sinnepslitað bindi og í laufgrænum jakka.

Hlutverkið sem Bale er þarna að leika er hlutverk Melvin Weinberg sem var miðpunkturinn í frægri aðgerð bandarísku alríkislögreglunnar FBI á áttunda áratugnum, sem leiddi til dóms yfir ýmsum bandarískum þingmönnum.