Nýtt andlit í feitu brúðkaupi

elenaHin 17 ára gamla Elena Kampouris hefur verið ráðin í My Big Fat Greek Wedding 2, sem er framhald metsölumyndarinnar My Big Fat Greek Wedding frá árinu 2002.

Kampouris hefur leikið í myndum eins og Labor Day og Men, Women and Children.

Hin Óskarstilnefnda Nia Vardalos snýr aftur sem handritshöfundur og aðalleikkona, en Kirk Jones mun leikstýra.  Einnig mæta til leiks á ný aðrir meðlimir Portokalos fjölskyldunnar úr fyrri myndinni, en  í þetta skiptið verður brúðkaupið enn stærra og feitara, auk þess sem fjölskylduleyndarmál verður afhjúpað, eins og The Wrap vefsíðan segir frá.

Kampouris ætti að falla vel inn í hópinn í myndinni verandi hálf grísk, faðir hennar er grískur en móðirin frönsk-bandarísk.