Nýjar myndir af Mjallhvíti

Þegar ég skrifaði yfirlit yfir myndirnar um Mjallhvíti sem koma á næsta ári, var nóg af myndum að taka frá myndinni Snow White and the Huntsman, sem kemur út í júní. Hinsvegar var ekki af miklu að taka þegar það kom að hinni myndinni „Untitled Snow White Project“ sem Tarsem Singh er að gera, þó að hún eigi að koma út fyrr, í Mars.

Nú hafa æðri máttarvöld aldeilis ákveðið að bæta úr því, myndir af Mjallhvíti Tarsem´s hellast á netið. Bæði EW.com og People.com hafa fengið nokkrar myndir, og nú vitum við allavega hvernig allar helstu persónur líta út.

Myndinni hefur verið lýst sem gamansömu ævintýri, og útlitið á þessum myndum styður alveg þann tón. Lily Collins leikur Mjallhvíti, Armie Hammer leikur prinsinn hennar, og Julia Roberts fer með hlutverk vondu drottingarinnar. Þá leikur Nathan Lane þjón drottningarinnar, og Sean Bean konunginn, pabba Mjallhvítar. Dvergarnir sjö verða ekki minnkaðir í tölvu, heldur leiknir af litlum leikurum sem margir hafa sést áður, Mark Povinelli, Jordan Prentice, Danny Woodburn, Sebastian Saraceno, Ronald Lee Clark, Martin Klebba og Joey Gnoffo. Myndinni er leikstýrt af Tarsem Singh, en stutt verður á milli mynda hjá honum, Immortals kemur út í nóvember, og þessi í mars. Sjáið myndirnar hér:

Aðeins meiri upplýsingar um söguþráðinn var að finna í grein EW, þar kemur fram að ballið sem við sjáum hafi Mjalhvít laumast inn á til að reyna að sannfæra prinsinn um hjálpa sér að steypa vondu drottningunni af stóli. Dvergarnir 7 séu ræningjar sem búi í skóginum utan við höllina, en að sagan segi að það séu sjö risar sem þar búi – því þeir noti stultur við ránin. Hér eru helstu myndirnar, til að sjá allar heimsækið áðurnefndar greinar: