Fínasta mynd fyrir testósteróntröllin

Það er ansi magnað hvernig indverska undrinu Tarsem Singh tekst að búa til útlitslega einstakar myndir úr efni sem er oftast þunnt, óskipulagt og gjarnan soðið saman úr einhverju öðru. Ég lít alltaf á The Cell sem þroskaheftan afrakstur þess ef The Silence of the Lambs og The Matrix hefðu eignast barn án þess að […]

Ný stikla: Mirror, mirror

Eins og lesendur kvikmyndir.is vita verður 2012 ár Mjallhvítar, en tvær mismunandi túlkanir á ævintýri hennar eru væntanlegar á hvíta tjaldið á árinu. Nú var að berast á netið fyrsta stiklan úr annari þeirra, sem hefur fengið titilinn Spegill, spegill. Julia Roberts fer með hlutverk vondu drottningarinnar hér, Lily Collins er Mjallhvít, Armie Hammer er […]

Mjallhvítarmynd fær titil

Myndin sem við höfum hingað til talað um sem „Untitled Snow White Project“ hefur fengið nafn: Mirror, mirror, eða Spegill, Spegill upp á íslensku. Það er ekki seinna vænna því myndin á að koma út eftir rúma fjóra mánuði, 16. mars 2012. Leikstjóri er Tarsem, sem á að baki raðmorðingjatrillirinn The Cell, ævintýramyndina The Fall, […]

Nýjar myndir af Mjallhvíti

Þegar ég skrifaði yfirlit yfir myndirnar um Mjallhvíti sem koma á næsta ári, var nóg af myndum að taka frá myndinni Snow White and the Huntsman, sem kemur út í júní. Hinsvegar var ekki af miklu að taka þegar það kom að hinni myndinni „Untitled Snow White Project“ sem Tarsem Singh er að gera, þó […]

Barátta Mjallhvítanna

Spegill, spegill herm þú mér, hvaða Mjallhvít fegurst er? Glöggir lesendur vita eflaust að von er á tveimur myndum um Mjallhvíti á næsta ári. Og fleirum á komandi árum ef stúdíóin fá að ráða. Hvernig má þetta vera? Skoðum stöðuna. Einu sinni (árið 2010) var mynd sem hét Alice in Wonderland, og öllum að óvörum […]