Netglæpir fá spennufíkil

Dawson Creek leikarinn James Van Der Beek hefur verið ráðinn til að leika í hliðarseríu glæpaþáttanna vinsælu CSI á CBS sjónvarpsstöðinni; CSI:Cyber.

james van der beek

Beek mun leika alríkislögreglumanninn Elijah Mundo, en hann er „sérfræðingur í réttarlæknisfræði vígvalla, og fenginn til starfa af sérfræðingnum Avery Ryan ( aðalleikkona þáttanna Patricia Arquette ) vegna reynslu sinnar í Afghanistan. Mundo er sérfróður í vopnum, farartækjum og sprengjum. Hann segist sjálfur vera spennufíkill, og sækist eftir að vera í fremstu víglínu, en Ryan sér hann fyrir sér sem góða viðbót við sína eigin kunnáttu, en hún er sérfræðingur í sálfræði. Saman þá berjast þau gegn heimsins verstu netglæpum.“

Van Der Beek hefur síðustu misseri komið fram í þremur sjónvarpsþáttaseríum; Don´t Trust Me á ABC sjónvarpsstöðinni, í How I Met Your Mother á CBS stöðinni, og lék aðalhlutverk í gamanþáttunum Friends á CBS, sem áttu sér stuttan líftíma.

Cyber byrjar næsta vetur á CBS.