Neeson útilokar Taken 3

Liam Nesson gjörbreytti ímynd sinni til hins betra árið 2008 og núna á föstudaginn næsta geta hasarfíklar borið augum á Taken framhaldið sem allir hafa beðið eftir (eða hvað…?).

Óhjákvæmilega var Neeson spurður að því nýlega hvort einhver séns væri á annarri framhaldsmynd þar sem Bryan Mills gengur berserksgang og lemur frá sér illmennin. En í viðtali við Empire sagði leikarinn að það væru litlar sem engar líkur á Taken 3. „Ég á erfitt með að sjá það fyrir mér,“ segir hann, „ég held að áhorfendur hugsi bara: „Æ, hættið nú… Er hún aftur tekin??““

Maður spyr sig hvort plönin breytast ef Taken 2 slær síðan rækilega í gegn. Vonum bara það besta.