Um Myndir mánaðarins

Myndir mánaðarins er tímarit sem gefið hefur verið út mánaðarlega í rúmlega 16 ár og er dreift ókeypis víða um land, meðal annars í bíóhúsum, á vídeóleigum og öllum helstu sölustöðum kvikmynda.

Blaðið hefur verið í góðu samstarfi við Kvikmyndir.is síðan 2012 sem felur meðal annars í sér að hægt er að skoða blaðið rafrænt á síðunni.

Í blaðinu er fjallað um allt það helsta sem viðkemur kvikmyndaheiminum. Þar er að finna viðtöl við stærstu stjörnur kvikmyndanna, bæði á Íslandi og í heiminum öllum. Auk þess eru skemmtilegaar greinar, fréttir og listar um allt sem tengist kvikmyndum fastir gestir í blaðinu. Einnig er fjallað um nýjar myndir sem væntanlegar eru á markaðinn, bæði í bíó og á vídeó.

Lestur á blaðinu hefur verið mældur frá árinu 1999 og er blaðið með lestur á bilinu 30 – 40% hjá allri þjóðinni en hjá unga fólkinu (12 – 29 ára) er lestur á bilinu 55 – 75%.
Nýjar tölur um lestur er ætíð að finna á www.capacent.is.

Útgefandi Mynda mánaðarins er Myndmark – félag myndbandaútgefanda og myndbandaleigna. Ritstjóri blaðsins er Bergur Ísleifsson, umbrot er í höndum Ólafs Þórissonar.

Auglýsingasími er 581 1433 – einnig má senda tölvupóst á myndmark@islandia.is.