Movieweb.com hafa sett á heimasíðu sína yfir 150 myndbandsviðtöl við leikara, leikstjóra og framleiðendur stærstu mynda næstu ára. Viðtölin voru tekin á nýliðinni Comic-con hátíð, en hátíðin gengur útá það að myndasögunördar hittast, varningur er seldur og kvikmyndir kynntar með viðtölum, trailerum og fleiru þess háttar.
Hátíðin er gríðarlega virt og vinsæl innan kvikmyndaheimsins, en stærstu framleiðendurnir í Bandaríkjunum leggja mikla áherslu á hana, því þetta er þeirra helsta leið til að skapa umtal fyrir væntanlegar myndir.
Viðtölin eru eins og áður segir um 150 talsins og eru margar stjörnurnar sem sitja fyrir spurningum, til dæmis Zack Snyder, Carla Gugino, Seth Rogen, Samuel L. Jackson, Mark Wahlberg og MIKLU fleiri. Tekin eru viðtöl fyrir væntanlegar myndir, til dæmis The Green Hornet, Watchmen, Pineapple Express, The Spirit, The Mummy: Tomb of the Dragon Emperor, X-Men Origins: Wolverine, Zack and Miri Make a Porno, Hamlet 2, Max Payne, Mirrors og MIKLU fleiri.
Einnig eru viðtöl tengd sjónvarpsþáttum eins og 24, Smallville, Supernatural, Stargate: Atlantis og fleiri.
Við mælum með því að þið kíkið á viðtöl tengd þeim myndum sem þið bíðið eftir með eftirvæntingu, á mínum lista eru m.a. Max Payne, Zack and Miri Make a Porno og Watchmen!

