Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Zack and Miri Make a Porno 2008

(Zack and Miri)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 28. nóvember 2008

What would you do to get out of debt?

101 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 65% Critics
The Movies database einkunn 56
/100

Zack og Miri hafa verið vinir ævilangt og ákveða að búa til klámmynd til að bæta úr peningaleysi sínu og blankheitum. Eftir að myndavélarnar byrja að rúlla gera þau sér hins vegar grein fyrir því að þau bera meiri tilfinningar til hvors annars en þau héldu.

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Eftir upp og niður feril sem hefur verið að miklu leiti undir væntingum kemur Kevin Smith með snilldar grínmynd sem er besta myndin hans síðan 1997 (Chasing Amy). Handritið er gott, allir leikararnir eru góðir og mikilvægast, brandararnir eru FYNDNIR. Seth Rogan olli mér vonbrigðum með Pineapple Express en bætir upp fyrir það í þessari mynd. Auðvitað er svo undirliggjandi rómantík sem heppnast vel fyrst og fremst út af Elizabeth Banks sem allir ættu að muna eftir úr The 40 Year Old Virgin. Justin Long kom mest á óvart af góðum aukaleikurnum. Hann var mjög fyndinn sem gay-porn gaurinn. Allt í allt, frábær endurkoma hjá Kevin Smith sem skrifaði sjálfur handritið.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Kevin Smith er awesome
Myndin er ogedslega fyndin og eg se ekki mikla galla vid hana, alls ekki. Myndin fjallar um Zack og Miri sem eru blonk og gera klammynd til ad fa sma aur. Myndin var ekki betri en eg helt ad hun myndi vera en hun vard so sannarlega ekki fyrir vonbrigdum! Fyrri hlutinn er skemmtilegastur og serstaklega i menntaskolabodinu! Kenny ur bradfyndnu thattunum Kenny VS Spenny var stutt, en oborganlega fyndin. Eg for a thessa mynd tvisvar, med mismunandi vinahopi og var hun jafn skemmtileg i baedi skiptin. Thetta er daemi um goda grinmyndagerd en hun naer ekki ad toppa Clerks eda Forgetting Sarah Marshall sem var ogedslega fyndin.

7,5/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skemmtileg gamanmynd

Kevin Smith sló í gegn á sínum tíma með myndirnar Clerks, Mallrats og Chasing Amy. Það fór svo að síga á ógæfuhliðina og hann missti "street credit"-ið sitt algjörlega þegar hann leikstýrði myndinni Jersey Girl með þeim Ben Affleck og Jennifer Lopez. Nú er þó farið að birta til á nýjan leik.

Zack og Miri eru æskuvinir sem leigja saman íbúð. Þau eru í miklum fjárhagsvandræðum og þegar íbúðin þeirra er loks orðin rafmagnslaus og vatnslaus þá neyðast þau að taka til sinna ráða. Þau fá þá hugljómun að gera saman klámmynd með bæði fyrirsjáanlegum og ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Auðvitað verða þau ofur ástfangin eftir fyrstu atrennuna fyrir framan myndavélarnar en hvert skal haldið eftir slíka tilburði?

Nokkrar stjörnur leika í myndinni til að mynda klámstjarnan Traci Lords í hlutverki Bubbles sem og Jason Mews (Jay úr Clerks) í hlutverki Lesters. Í heildina á litið er þetta skemmtileg gamanmynd, full gróf á köflum en með rómantísku ívafi.

María Margrét Jóhannsdóttir
kvikmyndir.com

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Frábær titill, frábær húmor!
Kevin Smith er hetja meðalmannsins í bandaríkjunum. Hann er þykkur nörd sem vinnur inn laun sín með að búa til léttar og einfaldar bíómyndir með félögum sínum þar sem húmor hans, bæði smekklegur og ósmekklegur, skín í gegn. Sjálfur hef ég alltaf fílað Smith, enda hefur hann aldrei tekið sig neitt alvarlega og oftar en ekki virkar hann voða kammó (ég mæli með að þið tékkið á An Evening with Kevin Smith-diskunum. Brilliant).

Myndir hans hafa verið misgóðar, en Chasing Amy og Clerks II hafa fallið best í kramið hjá mér. Ástæðan að þær tvær myndir eru í svo miklu uppáhaldi er sú að þær eru betur skrifaðar og leggja álíka sterkar áherslur á persónurnar sem og húmorinn, og þegar öllu er á botninn hvolft eru bestu gamanmyndirnar þær sem að ná að vera bæði fyndnar og viðkunnanlegar þegar að kemur að persónusköpun, og ekki skemmir smá klúr húmor heldur fyrir.

Zack & Miri Make a Porno (ég elska þennan titil!) markar talsvert aukinn þroska hjá Smith sem leikstjóra. Myndin gefur þér nákvæmlega það sem að þú getur búist við af mynd með slíku heiti, en samt svo miklu meira í þokkabót. Þessi mynd gengur fyrst og fremst upp vegna þess að leikararnir ná svo fullkomlega saman. Seth Rogen hefur alltaf farið á kostum hingað til, en hérna sker hann sig svolítið undan. Hann er fyndinn og skemmtilegur karakter sem auðvelt er að halda upp á, en við hlið hinnar gullfallegu Elizabeth Banks myndast alveg ómótstæðileg kemistría.

Smith hefur alltaf verið góður að velja tvíeyki (sbr. Dante & Randall, Brodie & T.S., Jay & Silent Bob, Bartleby & Loki svo aðeins einhverjir séu nefndir), og Rogen og Banks eru fullomin saman í þessari mynd. Það er alltaf gaman að horfa á þau, og þegar kemur að "sætu" atriðunum heldur maður tvímælalaust upp á þau, en það eru einmitt senurnar sem að hefðu getað sokkið hroðalega ofan í væmnispollinn (Jersey Girl, halló?!), en gerðu það aldrei.

Það er samt ákveðin kaldhæðni í því að Zack & Miri Make a Porno (alltaf gaman að segja þennan titil) skuli virka sem "sæt" bíómynd því hún er eflaust sú sóðalegasta sem Smith hefur gert hingað til. Ég biðst forláts ef að þessi umfjöllun hefur hingað til látið ræmuna líta út fyrir að vera hefðbundin deit mynd, því hún er það svo sannarlega ekki!

Samtölin eru klúr, húmorinn almennt smekklaus og þörf leikstjórans fyrir að sjokkera fólk er svo sannarlega til staðar. Smith sér alltaf til þess að það sé a.m.k. ein sena í hverri mynd sinni sem að stendur uppúr í ósmekklegheitum (t.d. dauði gæinn í Clerks, saurskrímslið í Dogma, asninn í Clerks II o.fl.) og fær þig til að gleyma henni seint. Ég ætla ekki að nefna senuna í þessari mynd, því ef þið munuð sjá myndina eða hafið séð hana, þá fattið þið strax hvað ég er að tala um. Drullufyndið atriði.

Ég sá ekki marga djóka í þessari mynd sem að gengu ekki upp. Ég hló út nánast alla myndina, og hló e.t.v. meira á þessari mynd heldur en nokkurri annarri mynd á þessu ári. Það voru fáeinar senur sem að voru miklu lengri en þær þurftu að vera, en versta tilfellið þar er sennilega "epilogue" senan í lokin. Pínu teygð.

En þrátt fyrir fáeina vankanta er þetta drepfyndin ræma sem að gengur sjúklega vel upp (með áherslu á orðið "sjúklega"). Rogen og Banks eru meiriháttar, þótt ég telji það skyldu mína að nefna aukaliðið einnig, en Craig Robinson, Jeff Anderson og Jason Mewes ("I get to pick a porn name?") eru ekkert síður en pjúrir snillingar í myndinni.

Ef að þú ert sú manneskja sem að hneykslast auðveldlega, þá er þetta ekki áhorfið fyrir þig. En ef að þú hefur smekk fyrir ósmekklegheitum og fílar Smith almennt, þá er Zack and Miri Make a Porno (geggjaður titill! - Ókei, skal hætta) skylduáhorf.

8/10 - Besta gamanmynd ársins ásamt Forgetting Sarah Marshall.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

08.05.2020

Bíóplaköt sem þóttu ekki kvikmyndahúsum bjóðandi

Það er vanmetin listgrein að hanna grípandi kvikmyndaplakat. Flottustu veggspjöldin geta vakið upp mikla forvitni fyrir verkinu en um leið endurspeglað fullkomlega innihald þess. En veggspjöld eru vissulega notuð fyrst og fre...

24.11.2008

Forsýning á Zack & Miri Make a Porno: Miðar í boði

Heil og sæl aftur. Nú er varla liðin vika síðan seinasta getraun okkar var, en fólk fær vissulega aldrei leið á því að fá frítt í bíó svo við erum komnir með enn eina getraunina. Að þessu sinni erum við með mi...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn