Radcliffe EKKI hættur

Eftir ýmsar sögur sem búnar eru að vera í gangi upp á síðkastið um brottför unga (auðuga) leikarans Daniel Radcliffe frá Harry Potter seríunni, þá kom það nýlega fram að hann hefur ákveðið að vera áfram, og mögulega fram yfir sjöundu myndina.
Radcliffe segist bara skemmta sér alltof vel á settinu sem og allir hinir líka. Auk þess segist hann vera mjög spenntur fyrir áframhaldi sögunnar og var víst yfir sig hrifinn af bókunum Order of the Phoenix og Half-Blood Prince. Fimmta Potter-kvikmyndin er þegar farin í framleiðslu, en skilar sér ekki fyrr en um 2007. Leikstjóri þeirrar myndar verður David Yates (ekki skammast ykkur fyrir að þekkja ekkert til hans), sem er líklega þekktastur fyrir sjónvarpsmyndina The Girl in the Café (sem tekin var að hluta til upp hér á landi). Annars styttist í íslandsfrumsýningu fjórðu myndarinnar, Harry Potter and the Goblet of Fire. Hún er væntanleg í bíó 25. nóvember, en það vita eflaust flestir aðdáendur.