Eintóm vandræði með Catch Me If You Can

Nýjasta mynd vandræðagemlingsins Leonardo DiCaprio eftir að tökum á Gangs of New York ( Martin Scorsese ) lýkur, ætti að öllum líkindum að vera Catch Me If You Can. Ekki er þó alveg víst að af henni verði, í fyrsta lagi lengdust tökurnar á Gangs Of New York og þar með gat sá leikstjóri sem hafði verið ráðinn til starfans ( Gore VerbinskiThe Mexican ) ekki lengur verið með. Framleiðslufyrirtæki myndarinnar, Dreamworks, snéri sér þá að næsta leikstjóra og fengu til liðs við sig Lasse Hallström ( The Cider House Rules ). Hann fór í einhverju fússi frá verkefninu eftir nokkra mánaða undirbúningsvinnu. Því er Dreamworks nú á fullu að reyna að finna annan leikstjóra í staðinn, en góðu fréttirnar eru þær að nú getur James Gandolfini ( The Mexican ) sem flestir kannast við úr sjónvarpsþáttunum Sopranos, hugsanlega aftur verið með. Hann átti nefnilega upphaflega að vera með, en datt út vegna tímaskorts. Myndin sjálf fjallar um Frank Abangale Jr. en hann var yngsti maðurinn til þess að komast inn á lista FBI yfir hættulegustu glæpamenn landsins.