Náðu í appið
Bönnuð innan 14 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Mexican 2001

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 27. apríl 2001

Love with the safety off

123 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 54% Critics
The Movies database einkunn 43
/100

Jerry Welbach fær tvo úrslitakosti. Mafíuforinginn sem hann vinnur fyrir vill að hann fari til Mexíkó til að ná í ómetanlega gamla byssu sem heitir “The Mexican”, að öðrum kosti þarf hann að taka afleiðingunum. Hinn úrslitakosturinn er settur af kærustunni Samantha, sem vill að hann hætti að vinna fyrir mafíuna. Jerry sér það fljótt að það er skárra... Lesa meira

Jerry Welbach fær tvo úrslitakosti. Mafíuforinginn sem hann vinnur fyrir vill að hann fari til Mexíkó til að ná í ómetanlega gamla byssu sem heitir “The Mexican”, að öðrum kosti þarf hann að taka afleiðingunum. Hinn úrslitakosturinn er settur af kærustunni Samantha, sem vill að hann hætti að vinna fyrir mafíuna. Jerry sér það fljótt að það er skárra að halda lífi, þó að það þýði rifrildi við kærustuna, þannig að hann fer til Mexíkó. Það reynist auðvelt að finna byssuna, en það að komast heim er sínu erfiðara. Svo virðist sem bölvun hvíli á byssunni - sem sést best þegar Samantha er tekin sem gísl af samkynhneigðum leigumorðingja að nafni Leroy, sem vill fá byssuna til baka.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


The Mexican er nokkuð skemmtileg en því miður þynnist hún allverulega þegar líða fer á hana og ég er ekki nógu sáttur við hvernig hún endar sem er engan veginn í samræmi við það sem byrjunin lofar. Söguþráðurinn er í sjálfu sér ekkert svo slæmur og gengur aðallega út á læti og hamagang sem myndast í Mexíkó í kringum einhverja merkilega byssu(titilbyssunnar ef þið skiljið hvað ég á við hehe)sem einhverskonar bölvun hvílir á. Brad Pitt og Julia Roberts eru að meika það hér en þau hæfa ekki hvort öðru og eru þau alls ekki sannfærandi sem par og dregur það myndina örlítið niður. Á stöku stað glottir maður út af einhverjum brandara en annars er myndin létt frekar heldur en fyndin. The Mexican fær tvær og hálfa stjörnu fyrir fjöruga atburðarrás fyrri helmingsins, vel skrifað handrit og góðri frammistöðu hjá Brad og Juliu þó að eins og áður sagði er eins og þau séu ekkert að leika á móti hvort öðru af því að þau passa eitthvað svo illa saman. Myndin lofar meiru en hún efnir en er ágætis skemmtun engu að síður.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

The Mexican er æðisleg hún er fyndin spennandi og vel leikin.

Myndin fjallar um Jerry (Brad Pitt) sem þarf að klára eitt síðasta verk fyrir gangster, áður en hann hættir og giftist ástinni sinni Samönthu (Julia Roberts), hún segir honum hinsvegar upp fyrst hann kemur ekki með henni strax en það sem hún skilur ekki er það að ef hann gerir þetta ekki þá verða þau aldrei saman.

Verkið er að fara til Mexico og sækja byssu, en á byssunni hvíla álög, það er kanski ekki jafn einfalt og það hljómar og á leiðinni lendir hann í ýmsum sprenghlægilegum og aulalegum ævintýrum. Meðan Samantha er hinsvegar að fara frá honum lendir hún í því að vera rænt, til að tryggja það að réttir aðilar fái byssuna. Það verður líka frekar fyndin útkoma.

Útkoman úr myndinni er spennandi drama grínmynd með ágætis plotti, vel leikin og vel gerð, svolítið löng en heldur manni við efnið.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Maður er ekki vanur að sjá svona leikarahóp leika í slíkri mynd einsog þessarri, enda alveg glæsilegur hópur leikara. Handritið er mjög gott í þessarri en því miður gengur ekki að koma því jafnvel á tjaldið. Húmorinn kemur sterkur inn á tímum og reyna leikararnir að gera sitt besta úr þessari mynd! James Gandolfini stendur upp úr þessarri mynd og gef ég henni tvær stjörnur, vegna handritsins og leikarahópsins, þá helst Gandolfini!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

The Mexican er fyrsta myndin sem þau Brad Pitt og Julia Roberts leika saman í. Brad leikur Jerry sem að þarf að taka að sér sitt síðasta verkefni til að hætta í allri vitleysunni sem hann er í. Hann þarf að ná í byssu sem að fullt af fólki vill komast hendur yfir. Hann í byrjun nær alveg með léttum leik að ná byssunni en þegar hann er að fara með byssuna til baka þá byrjar allt. Þetta er ágætis mynd með mjög góðum leik þeirra Brad Pitt, Juliu Roberts og líka James Gandolfini.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Leikstjóri The Mexican er leikstjóri sem ég hef aldrei heyrt nefndan áður, Gore Verbinski. Og tekst honum með eindæmum að eyðileggja annars fínt handrit. Leikararnir standa sig vel og þar má nefna James Gondolfini (The Sopranos) fyrstan, Julia Roberts og Brad Pitt eru fín saman (þó að þau leiki ekki nema 10 mínútur saman í þessari mynd) og svo kemur Gene Hackman með aukahlutverk. En myndin er bara mjög slæm, hún er löng, ófyndin og illa leikstýrð. Handritið og leikurinn eiga bara þessa eina stjörnu skilið. Bíðið eftir þessari þegar hún kemur á RÚV.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn