Super Mario Bros. á mikilli siglingu

Pípararnir Mario og Luigi í The Super Mario Bros. Movie komu sáu og sigruðu á íslenska bíóaðsóknarlistanum um helgina þegar næstum ellefu þúsund manns mættu í bíó til að upplifa ævintýri þeirra. Toppmynd síðustu viku, Dungeons and Dragons Honor Amoung Thieves, datt niður í annað sætið og John Wick í það þriðja.

Nýju myndirnar tvær, Air og Pope´s Exorcist komu í humátt á eftir í fjórða og fimmta sætinu.

Af íslensku myndunum á listanum er það að frétta að Á ferð með mömmu situr nú í sjötta sæti með samanlagðar tekjur upp á rúmar nítján milljónir króna. Volaða land er með 6,5 milljónir, Napóleonsskjölin með 58 milljónir, Óráð með tvær milljónir og Villibráð með 114 milljónir króna í samanlagaðar tekjur frá frumsýningu.

Sjáðu aðsóknarlistann í heild sinni hér fyrir neðan: