Brosið hratt Abbababb af toppnum

Hrollvekjan Smile kom sá og sigraði á íslenska bíóaðsóknarlistanum um síðustu helgi. Kvikmyndin gerði sér þar með lítið fyrir og hratt íslensku dans – og söngvamyndinni Abbababb af toppi listans, en þar hafði hún setið vikurnar tvær þar á undan.

Ógn og skelfing.

Smile var sýnd í níu sölum um helgina en Abbababb í ellefu sölum. Tekjur Smile voru 5,5 milljónir en tekjur Abbababb 2,7 milljónir króna. Heildartekjur Abbababb frá frumsýningu nema nú 12,5 milljónum króna.

Þriðja vinsælasta kvikmyndin í bíó á Íslandi í dag er Don´t Worry Darling en hún fer niður um eitt sæti á milli vikna.

Skósveinar vinsælir

Tekjuhæsta kvikmynd landsins samtals er sem fyrr teiknimyndin Minions: The Rise of Gru með 68 milljónir króna í greiddan aðgangseyri. Þar á eftir kemur Elvis með 61 milljón. Aðrar kvikmyndir koma töluvert langt á eftir.

Sjáðu íslenska bíóaðsóknarlistann í heild sinni hér fyrir neðan: