Leigumorðingjar unnu geimverur

Aðra vikuna í röð eru leigumorðingjarnir um borð í hraðlestinni í kvikmyndinni Bullet Train vinsælastir í bíó á Íslandi. Tæplega þrettán hundruð manns greiddu aðgangseyri á myndina, sem var um 2,3 milljónir króna um síðustu helgi.

Hér má lesa umfjöllun um myndina.

Brad Pitt um borð í lestinni.

Nýjasta mynd Jordan Peele, Nope, þar sem geimverur koma meðal annars við sögu, náði öðru sætinu en litlu munar í tekjum mynda í fyrsta og öðru sæti listans.

Þriðja sætið er sem fyrr í eigu Elvis sem nú er á sinni áttundu viku á lista.

Skósveinar tekjuhæstir

Tekjuhæsta kvikmyndin á listanum er Minions: The Rise of Gru, eða Skósveinarnir: Gru rís upp, með samtals 62 milljónir króna í greiddan aðgangseyri eftir sjö vikur í sýningum. Þar á eftir kemur Marvel ofurhetjumyndin Thor: Love and Thunder með 58 milljónir eftir sex vikna sýningar. Þá er Top Gun: Maverick búin að hala inn fimmtíu og sex milljónum króna á 12 vikum.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan: