Simbi situr sem fastast

Það er ekkert fararsnið á hinni geysivinsælu Disney kvikmynd The Lion King á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans, þó svo að myndin hafi þurft að láta toppsætið af hendi í Bandaríkjunum. Fjórðu vikuna í röð situr Simbi konungur ljónanna á toppnum hér á landi, og aðra vikuna í röð er konungur miðasölunnar í Hollywood, Dwayne Johnson, í öðru sæti listans, í Hobbs & Shaw.

Þessi kisi er ekkert á förum.

Þriðja sætið fellur svo í skaut fuglunum úrillu í teiknimyndinni Angry Birds 2, en hún var frumsýnd fyrir helgina.

Tvær nýjar myndir til viðbótar eru á listanum. Í fjórða sæti er hrollvekjan Scary Stories to Tell in the Dark, og í sjöunda sæti er spennu- glæpamyndin The Kitchen.

Sjáðu aðsóknarlistann í heild sinni hér fyrir neðan: