Hvað fór fram á settinu hjá Clint?

Sumarið 2005 var Sandvík hertekin af kvikmyndagerðarfólki frá Hollywood en þá mætti Clint Eastwood hingað til landsins með teymi sitt og sviðsetti or­ust­una um japönsku eyjuna Iwo Jima. Útkoman blasti við í kvikmyndunum Flags of Our Fathers og Letters from Iwo Jima. 
Fjöldi Íslendinga fengu það tækifæri að gerast bandarískir um nokkurt skeið þar sem framleiðslan krafðist gífurlegan fjölda statista fyrir orrustusenurnar.

Fókusinn hér á landi var að mestu á fyrrnefndu myndina, sem segir lauslega frá því innrás Bandaríkjahers á Iwo Jima en í kjölfarið á henni tók Joe Rosenthal eina frægustu ljósmynd síðari heimsstyrjaldarinar þar sem sést hvar sex hermenn reisa bandaríska fánann á eyjunni til merkis um sigur.

Hvað fór samt fram þarna á bakvið tjöldin við okkar svörtu strendur?

Hvernig gæi var Clint þarna almennt og andinn þarna yfir vinnubrögðum hans?

Sigurjón og Tómas velta þessu fyrir sér í níunda þætti Poppkúltúrs og renna yfir heimildirnar. Reynslusaga er þar innifalin.

Þáttinn má heyra í heild sinni að neðan gegnum Spotify en Poppkúltúr er almennt aðgengilegt á helstu hlaðvarpsveitum, þ.á.m. Apple, Stitcher o.fl.