Fyrsta stikla úr nýrri American Pie

Ný mynd úr hinni vinsælu unglingaseríu American Pie hefur ekki litið dagsins ljós síðan American Pie: Reuning kom út árið 2012. En nú er loksins búið að ráða bót þar á. Ný kaka er komin úr ofninum. Nú er öll áherslan hinsvegar lögð á stelpur í stað stráka áður.

Fjör á fjölbraut.

Hér eru því ekki í forgrunni persónur eins og Stifler, Jim eða Michelle, heldur er þetta einskonar hliðarmynd, sem nýtir sér formúluna, en hristir aðeins upp í henni.

Leikstjóri er Mike Elliot, og með helstu hlutverk fara Madison Pettis, Lizze Broadway, Natasha Behnam, Piper Curda og Darren Barnet. The Rocky Horror Picture Show leikarinn Barry Bostwick kemur einnig fram í litlum hlutverki sem PeePaw.

Söguþráður myndarinnar er þessi: Það er komið að lokaárinu í menntaskólanum. Annie, Kayla, Michelle og Stephanie ákveða að stofna hljómsveit. Strákarnir vita ekki hvaðan á þá stendur veðrið. Villt partý, sexí ævintýri og Stifler koma við sögu.

Byrjaði 1999

Serían hóf göngu sína í bíó árið 1999 með American Pie, sem sagði frá menntaskólastrákum sem ætluðu sér að missa sveindóminn á lokaballinu. Í kjölfarið komu þrjár framhaldsmyndir, American Pie 2, American Pie: The Wedding og svo níu árum síðar, American Pie: Reunion.

Frá því sú mynd kom á markaðinn hafa nokkur hliðarskref litið dagsins ljós, eins og Band Camp, The Naked Mile, Beta House og The Book of Love.

Tekjur af sýningum American Pie myndanna nema samtals næstum einum milljarði Bandaríkjadala, og nýjustu hliðarskrefin hér á undan hafa einnig fengið inn fínar tekjur á streymisþjónustum.

Von er á nýju myndinni á DVD og á VOD þann 10. október nk. Stuttu síðar mun myndin svo birtast á Netflix.

Sjáðu fyrstu stikluna hér fyrir neðan: