Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

American Wedding 2003

(American Pie 3, American Pie: The Wedding)

Justwatch

Frumsýnd: 29. ágúst 2003

Forever hold your piece.

96 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 53% Critics
The Movies database einkunn 43
/100

Jim Levenstein er loksins búinn að manna sig upp í að biðja kærustunnar, Michelle Flaherty. Hún játast honum, en vandamálin eru ekki þar með úr sögunni fyrir Jim. Núna þurfa hann og vinir hans þeir Paul Finch og Kevin Myers að skipuleggja brúðkaupið. Til allrar óhamingju þá er Steve Stifler í bænum og hann ætlar ekki að missa af brúðkaupinu og öllu... Lesa meira

Jim Levenstein er loksins búinn að manna sig upp í að biðja kærustunnar, Michelle Flaherty. Hún játast honum, en vandamálin eru ekki þar með úr sögunni fyrir Jim. Núna þurfa hann og vinir hans þeir Paul Finch og Kevin Myers að skipuleggja brúðkaupið. Til allrar óhamingju þá er Steve Stifler í bænum og hann ætlar ekki að missa af brúðkaupinu og öllu fjörinu í kringum það, og ákveður að halda leynilegt steggjapartý.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Fyrstu tvær American Pie myndirnar voru skemmtilegar unglingarmyndir sem komu manni í sumarskap og nú er komið að þriðju myndinni American Wedding. Orðið sem lýsir American wedding best er rusl. Jesse Dylan,sonur Bob Dylan leikstýrir og gerir það virkilega illa.Handritið er líka mjög slæmt.Leikurinn er frekar slappur og skiljanlegt að Tara Reid,Chris Klein,Natasha Lyonne,Mena Suvari og Shannon Elizabeth tóku ekki þátt.Ég verð að viðurkenna að þótt að þau séu ekki mjög góðir leikarar þá sakna ég þeirra í myndinni og ef þau neita að taka að sér hlutverk í kvikmynd þá hlýtur hún að vera hræðileg og það er satt.Myndin er líka hræðilega illa gerð hvað varðar myndatöku(hún var hræðileg),klippingu og tónlist og bara mjög illa gerð yfir höfuð. Myndin gerist 3 árum eftir aðra myndina og Jim(Jason Biggs) og Michelle(Alyson Hannigan)ætla að gifta sig og allt fer í vitleysu eftir að Stifler(Seann William Scott) lætur sjá sig.
American wedding er skömm fyrir seríuna og allir þeir sem komu við gerð hennar ættu að skammast sín því að þau voru ekki bara að gera hræðilega kvikmynd heldur líka viðurstyggilega gamanmynd.Myndin er ekkert fersk né skemmtileg og hefur ekkert skemmtanagildi og hún er alltof gróf á köflum og er bara skömm við áhorfandann,alls ekki eyða tíma né pening í þetta rusl.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég verð nú að viðurkenna að mér fannst þessi 3 mynd í seríunni ekki vera eins fersk og hinar 2 myndirnar. Það kannski dregur myndina niður í einkunn hjá mér. Þó að hún eigi sín moment, þá dugar það ekki. Samt er Seann William Scott ótrúlega fyndinn í sínu hlutverki og fannst mér hann bestur. Miðlungsræma sem ég því miður mæli ekki með.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ömurleg mynd hún sökkar,lélegur leikur,léleg leikstjórn,lélegt handrit og svo léleg myndataka.

Þetta er ein lítil ömurleg Dellumynd

meili ekki með henni fyrir neinn með geðheilsu í lagi.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

American Pie 3 er alveg ágætismynd. Rosalega fyndin á köflum samt ekkert of frumleg. Þetta er svona áframhald sem hafði litla möguleika en ég er bara ásættanlega ánægður með hvernig þetta gekk. Persónulega veit ég ekki hvor myndanna var best, þær voru svo svipaðar allar. Stifler heldur myndinni mest allri uppi og líka Fincherinn. Það er nóg af berum brjóstum og nöktu fólki í myndinni til að viðhalda áhuganum ef manni leiðist. Bara ekki vera að búast við meistaraverki, þín jarðaför.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég fór á þessa mynd með tvem bræðrum mínum og við gjörsamlega táruðumst af hlátri. Þessi mynd er hreyn snild. Mér finnst að allir ættu að fara á hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

04.04.2012

Fyndnasta bökumyndin í 13 ár

Það er mér algjör ráðgáta hvernig þessi Jim Levenstein nær að vera svona óskiljanlega misheppnaður einstaklingur, þar sem aðstæðum tekst alltaf að versna í kringum hann og verða sífellt neyðarlegri. Honum er bara...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn