Fræga Home Alone atriðið er skáldskapur

Nú þegar aðfangadagur og jóladagur eru liðnir, þá er kannski allt í lagi að opinbera eitt leyndarmál sem þó einhverjir hafa sjálfsagt vitað af, en þó ekki allir.

Kvikmyndaleikarinn Seth Rogen skrifaði tíst í gær sem snertir eina kvikmynd sem margir horfa á um öll jól, Home Alone.

Myndin fjallar um það þegar hann Kevin litli McCalister er óvart skilinn eftir einn heima í Chicago um jólin, þegar öll fjölskyldan fer í frí til útlanda. Þetta gerist reyndar ítrekað, því gerðar voru nokkrar Home Alone myndir.

Á meðan Kevin er einn heima er hann ofsóttur af innbrotsþjófum sem Joe Pesci og Daniel Stern leika, og snýst Kevin til varnar með eftirminnilegum hætti.

Eitt af þeim atriðum sem flestir muna úr fyrstu og annarri myndinni, er þegar Kevin er að horfa á svart hvíta kvikmynd sem kallast Angels with Filthy Souls.

Hann notar aðal persónu myndarinnar, klikkaðan mann í jakkafötum, með byssu, til að hindra ræningjana, og svo hótel starfsfólk, í að koma inn til hans og inn á hótelherbergið, í fyrstu og svo í annarri myndinni.

Og þar er sögð þessi setning sem mikið er höfð eftir, og hefur verið prentuð á bolla, stílabækur og jólapeysur m.a.:

Merry Christmas, ya filthy animal

En nú kemur það sem margir vissu ekki, Angels with Filthy Souls er ekki alvöru kvikmynd.

Og það var það sem Rogen opinberaði á Twitter:

„Alla barnæskun, hélt ég að gamla kvikmyndin sem Kevin væri að horfa á í Home Alone ( Angels With Filthy Souls ) væri alvöru gömul mynd.“

Rogen dropped the bomb on Twitter:

Og eftir að hafa uppljóstrað þessu öllu saman, og fengið yfir sig holskeflu af athugasemdum, sem hægt er að lesa með því að smella á tístið hér fyrir ofan, baðst Rogen afsökunar: