Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Besta fjölskyldu-jólamyndin
Home alone er án efa besta jóla-fjölskyldumyndin, hún hefur þann hæfileika að koma manni í jólaskap og gerir það árlega fyrir marga.
Hún fjallar um Kevin McCallister (Macaulay Kulkin) sem er átta ára gamall í 7 manna fjölskyldu og finnst hann vera skilinn út undan og vera illa liðinn af fjölskyldu sinni.
En þá er það um jólin að fjölskylda hans og fjölskylda frænda hans eru að fara saman til frænda hans til Parísar yfir jólin. Kvöldið fyrir brottför eru allir stressaðir að pakka og borða áður en þau fara af stað, en þá er Kevin með stæla og er sendur upp á loft til að sofa. Það síðasta sem hann segir við mömmu sína er að hann vildi óska að hann byggi einn og væri ekki meðlimur í fjölskyldu sinni.
Næsta dag vaknar hann og fjölskyldan er horfin! Þau eru lögð af stað til Parísar og hafa gleymt honum heima og ná ekki að hringja í hann eða ná flugi heim strax.
Kevin skemmtir sér konunglega við að horfa á bannaðar myndir yfir ís með sykurpúðum og súkkulaðileðju. En fjörið endist stutt því að það eru ræningjar að brjótast inn í hverfið hans sem ætla sér að ræna húsið hans. En þá verður Kevin að verja húsið sitt.
Myndin er frábær og kemur manni til að brosa og í jólaskap á hverju ári. Macaulay Culkin var auðvitað besta barnastjarna síns tíma og lék hann hlutverk sitt í þessari mynd á mjög sannfærandi hátt.
Þetta er must see fyrir alla um jólin.
Home alone er án efa besta jóla-fjölskyldumyndin, hún hefur þann hæfileika að koma manni í jólaskap og gerir það árlega fyrir marga.
Hún fjallar um Kevin McCallister (Macaulay Kulkin) sem er átta ára gamall í 7 manna fjölskyldu og finnst hann vera skilinn út undan og vera illa liðinn af fjölskyldu sinni.
En þá er það um jólin að fjölskylda hans og fjölskylda frænda hans eru að fara saman til frænda hans til Parísar yfir jólin. Kvöldið fyrir brottför eru allir stressaðir að pakka og borða áður en þau fara af stað, en þá er Kevin með stæla og er sendur upp á loft til að sofa. Það síðasta sem hann segir við mömmu sína er að hann vildi óska að hann byggi einn og væri ekki meðlimur í fjölskyldu sinni.
Næsta dag vaknar hann og fjölskyldan er horfin! Þau eru lögð af stað til Parísar og hafa gleymt honum heima og ná ekki að hringja í hann eða ná flugi heim strax.
Kevin skemmtir sér konunglega við að horfa á bannaðar myndir yfir ís með sykurpúðum og súkkulaðileðju. En fjörið endist stutt því að það eru ræningjar að brjótast inn í hverfið hans sem ætla sér að ræna húsið hans. En þá verður Kevin að verja húsið sitt.
Myndin er frábær og kemur manni til að brosa og í jólaskap á hverju ári. Macaulay Culkin var auðvitað besta barnastjarna síns tíma og lék hann hlutverk sitt í þessari mynd á mjög sannfærandi hátt.
Þetta er must see fyrir alla um jólin.
Kevin McCalister er strákur sem er að fara gera sig tilbúinn til að fara með fjölskyldu sinni í jólafríið. Þegar fjölskyldan er farin og Kevin kemst að því að þau gleymdu honum, fer allt í steik. Nú þarf hann að sjá um sig sjálfur og hefur engan til að passa sig. Annars staðar í bænum eru þeir félagar Harry og Lloyd(við skulum kalla þá það, bara man ekki hvað þeir hétu í augnablikinu) að fara hús til hús í leit að góðum ránfeng. Þegar þeir koma að húsi Kevins, er það í höndum hans að sjá um að húsið sé safe. Home Alone er alveg meiriháttar jólamynd, og kom leikaranum Macauly Culkin á kortið sem stórstjörnu. Joe Pesci og Daniel Stern eru frábærir í hlutverkum ræningjanna og mynda eitt fyndnasta tvíeyki sem sést hefur í gamanmynd. Það er orðið langt síðan ég sá þessa mynd síðast(var 10 síðast þegar ég sá hana), en maður man eftir hversu mikið maður emjaði af hlátri allan tímann sem myndin stóð. Home Alone er frábær gamanmynd og örugglega með bestu jólamyndum sem ég hef séð.
Góð mynd. Macaulay Culkin er hreint og beint snilldarlegur. Joe Pesci fínn og Daniel Stern lala. Góð fjöldskylduskemmtun. Allir aðrir leikarar ofleika mikið. Þá meina ég MIKIÐ. Fyrir utan gaurinn sem lék gamla kallinn og hann John Candy.
Home Alone er ágætis grínmynd og örugglega líka gaman mynd fyrir fullorðna með börnum sínum. Til að vita eitthvað um þessa mynd þá verð nátturulega að segja um hvað þessi mynd er um. Myndinn fjallar um dreng sem gleymist heima hjá sér þegar öll fjöldskyldan fara í ferðalag. Á meðan í nágrenninu þá eru tveir ræningjar. Þeir ætla að ræna húsinu enn Kevin veit af þessu og hann ætlar aðeins að leika sér á þeim. Mér fannst nú þessi bara svona ágætis skemmtun og Kulkin er að standa sig vel í þessari mynd. Það er svo hallarislegt að Joe Pesci,já hann Joe Pesci leika kláran bófa í þessari mynd.
Þetta eru ágætis grínmynd þar sem Malculay Culkin mest þekkastur í þessari mynd. Home Alone er ágætis grínmynd og örugglega líka gaman mynd fyrir fullorðna með börnum sínum. Til að vita eitthvað um þessa mynd þá verð nátturulega að segja um hvað þessi mynd er um. Myndinn fjallar um dreng sem gleymist heima hjá sér þegar öll fjöldskyldan fara í ferðalag. Á meðan í nágrenninu þá eru tveir ræningjar. Þeir ætla að ræna húsinu enn Kevin veit af þessu og hann ætlar aðeins að leika sér á þeim. Mér fannst nú þessi bara svona ágætis skemmtun og Kulkin er að standa sig vel í þessari mynd. Það er svo hallarislegt að Joe Pesci,já hann Joe Pesci leika kláran bófa í þessari mynd. Myndinn ætti nú að láta einhverja að brosa og suma gubba en mér fannst engu að síður þetta vera ágætis mynd og basta með það. Ég segi í endanum að þetta er ágætis grínmynd og er frekar á skemmtilega veginum. Takk fyrir
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Twentieth Century Fox
Aldur USA:
PG