Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Percy Jackson and the Olympians: The Lightning Thief 2010

Frumsýnd: 12. febrúar 2010

Worlds collide.

118 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 48% Critics
The Movies database einkunn 47
/100

Mynd um strákinn Percy Jackson sem hélt að hann væri ósköp venjulegur unglingur en uppgötvar að hann er hálf-guð. Með hjálp vina sinna leggur hann á sig mikið ferðalag m.a. til undirheima til að bjarga heiminum frá tortímingu, og þarf auk þess að berjast við grísku guðina sem ætla í stríð.

Aðalleikarar

Harry Potter + Herkúles = Percy Jackson
Þessi mynd byrjar hræðilega. Ég var farinn að búast við því versta og var tilbúinn til að þrauka enn einu lélegu franchise-wannabe fantasíuþvæluna frá Fox (hinar voru Eragon og The Seeker). Svo kom í ljós, cirka 20 mínútur inn í myndina, að hún var bara alls ekkert svo slæm. Ég veit ekki einu sinni hvernig það gerðist en skyndilega fann ég fyrir léttu afþreyingargildi og var bara nokkuð sáttur með afganginn.

Ég get ekki gefið myndinni sterk meðmæli en sem saklaust fjölskyldubíó þá þjónar hún markmiði sínu nokkuð vel. Krakkar hafa auðvitað gaman af öllu, og sérstaklega ef það er í fantasíugeiranum og nóg er á seiði. En það besta sem ég get sagt um The Lightning Thief er að fullorðnir munu ekki tárast úr leiðindum á meðan henni stendur. Sagan er að vísu algjör kopía af fyrstu Harry Potter-sögunni. Atburðarásin er allt öðruvísi og í stað þess að fjalla um töfra er grísk goðafræði aðalmálið, en grunnhugmyndin er þrátt fyrir það voða svipuð. Ég gæti talið upp sameiginlega þætti en best er að sleppa því. Það tæki margar blaðsíður.

Leikararnir gera ýmislegt fyrir heildina. Þeir eru ekki allir góðir (Steve Coogan er t.d. algerlega á röngum stað í vitlausu hlutverki og Uma Thurman hermir eftir sínum mest hataða karakter, Poison Ivy) en þeir skreyta ræmuna ágætlega. Unga fólkið gerir einnig fína hluti. Logan Lerman er útlitslega eins og blanda af Zak Efron og aðalkrakkanum úr Sky High, en hann stendur sig með prýði í titilhlutverkinu og virðist vera með efnið í það að bera uppi heila mynd. Hann fær stundum voða slæmar línur, en það er handritinu að kenna ásamt heldur ójafnri leikstjórn. Chris Columbus hefur alltaf verið frekar sykurhúðaður og húmorslaus (eina undantekningin er Mrs. Doubtfire), og ég held að það fari honum betur að vera framleiðandi heldur en leikstjóri. Tæknibrellurnar eru líka rosalega ljótar á sumum stöðum, og mér þykir það ótrúlegt að maðurinn skuli hafa samþykkt þessi skot. Man einhver eftir því hvað tröllið í fyrstu Harry Potter-myndinni (sami leikstjóri) var gervilegt? Svipað hérna, nema öll skrímslin líta asnalega út - og það eru 9 ár á milli mynda. Sorglegt.

Að minnsta kosti rennur myndin ljúflega í gegn og heldur manni vakandi þegar sagan er komin í gang. Hún björt og uppfull af skemmtilegum hugmyndum. Get vel trúað því að þessi Percy Jackson-sería gæti orðið að einhverju ágætu. Það væri samt skref í réttu áttina að skipta um leikstjóra. Eins og stendur er þetta fín byrjun, en ég á mjög erfitt með að trúa því að það sé ekki hægt að gera betri brellur þegar framleiðslukostnaðurinn er nánast $100 milljónir.

6/10

PS. Hverjum öðrum finnst fyndið að leiðina til helvítis er að finna rétt undir Hollywood-merkinu?

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn