Náðu í appið
Öllum leyfð

Ferris Bueller's Day Off 1986

While the rest of us were just thinking about it...Ferris borrowed a Ferrari and did it...all in a day.

103 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 83% Critics
The Movies database einkunn 61
/100

Myndin fjallar um táninginn Ferris Bueller sem ákveður að þykjast vera veikur einn daginn og fær vini sína með sér í að upplifa ógleymanlegan frídag. Hann platar vin sinn Cameron til að fá lánaðan rándýran Ferrari bíl föður hans, og fer síðan með kærustunni Sloane til Chicago í einn dag. Á meðan þau njóta lífsins í borginni, þá er skólastjórinn,... Lesa meira

Myndin fjallar um táninginn Ferris Bueller sem ákveður að þykjast vera veikur einn daginn og fær vini sína með sér í að upplifa ógleymanlegan frídag. Hann platar vin sinn Cameron til að fá lánaðan rándýran Ferrari bíl föður hans, og fer síðan með kærustunni Sloane til Chicago í einn dag. Á meðan þau njóta lífsins í borginni, þá er skólastjórinn, Ed Rooney, handviss um að Ferris sé, og ekki í fyrsta skipti, með eitthvað á prjónunum, og er staðráðinn í að finna út hvað það er. Ferris á líka von á því að skólastjórinn skipti sér af, Rooney til mikillar armæðu.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Snilldar unglingamynd
Ferris Bueller's Day Off er unglingamynd frá 9. áratugnum eftir John Hughes sem sló í gegn með unglingamyndir á þeim tíma af góðri ástæðu.

Hún fjallar um Ferris Bueller, vinsælasta strákinn í skólanum, sem er alltaf að skrópa og brjóta af sér án afleiðinga. Hann ákveður einn daginn á síðustu önn sinni í menntaskóla að taka sér frídag.
Frídagurinn er vel skipulagður til þess að það fattist ekki að hann sé að skrópa. En fljótlega fer skólastjórann að gruna eitthvað og fer að rekja spor Bueller's. Bueller fer á meðan með kærustunni sinni Sloane og besta vin sínum hinum síveika Cameron til Chicago borgar og þau eiga dag sem þau munu seint gleyma.

Myndin er þrælfyndin og mjög skemmtileg til áhorfs. Þrátt fyrir að vera núna rúmlega tvítug virkar húmorinn og handritið ennþá.
Matthew Broderick er mjög trúverðugur sem Ferris Bueller og lætur mann langa til að eyða þessum frídegi með honum. Það er líka mjög fyndið að fylgjast með skólastjóranum þegar hann er að reyna að góma Bueller.

Það sem gerir þessa mynd líka frábæra eru litlu hlutirnir í henni. Charlie Sheen að leika dópista á lögreglustöð og staurblind gömul kona að keyra svo fátt sé nefnt.

Þessi mynd er skylduáhorf fyrir þá sem fíla 80s myndir og unglingamyndir yfir höfuð. Hún er frumleg og fyndin auk þess að vera með snilldar 80s soundtrack!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Matthew Broderick leikur hér unglingspiltinn Ferris Bueller sem skrópar í skólanum einn dag og hefur besta vin sinn(Alan Ruck) og kærustuna sína(Mia Sara) með sér í för til að skoða miðbæ Chicago borgar. Skólastjóranum(Jeffrey Jones) hefur alltaf verið meinilla við Ferris og gerir sitt besta til að hafa hendur í hári hans en samkvæmt formúlunni er skólastjóri þessi nokkuð seinheppinn náungi og Ferris hefur hann algjörlega að fífli. Þokkaleg mynd með mörgum góðum atriðum en sem gamanmynd virkar hún skammt því húmorinn er eitthvað svo ófyndinn og glataður en þó líður myndin ekki mikið fyrir það því að stór hluti hennar er alvarlegur og það er að öllu leiti Alan Ruck að þakka því að hann er það alvarlegasta við myndina. Broderick gerir sína persónu hins vegar mjög létta og gerir það ágætlega þó að hann kitli hláturtaugarnar ekki mjög mikið. Mia Sara er alveg í lafþunnu hlutverki og maður tekur varla eftir henni. Ekki beint slæm leikkona, þetta er bara handritinu að kenna. Jeffrey Jones er sniðinn í hlutverk sitt hér en málið er bara að maðurinn er alltaf sama týpan. Alveg í lagi þessi mynd og á tvær stjörnur skilið en sleppur samt með tvær og hálfa fyrir að vera skemmtileg á köflum og þynnast ekki undir lokin.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Á ferðum mínum um Spán um daginn rakst ég Ferris Bueller's Day Off á DVD, en hún var einmitt í miklu uppáhaldi hjá mér þegar ég var 12-13 ára. Áhugasamur um að endurnýja kynni mín af þessari mynd sem ég átti svo góðar minningar um keypti ég gripinn í von um að hún myndi enn vekja eins mikla kátínu og hún gerði fyrir ríflega 10 árum. Það er skemst frá því að segja að Ferris Buller hefur elst ótrúlega vel og fyrir utan hallærislegan 80's klæðaburð gæti hún þessvegna gerst í dag. Í stuttu máli segir myndin frá Ferris Buller, leikinn af ungum Matthew Broderick, sem er vinsælasti náunginn í skólanum sínum og því hvernig hann ákveður að taka sér veikindadag og njóta lífsins. Með kærustu sína og besta vin í för hefst ógleymanlegur dagur þar sem víða er komið við. Húmorinn er enn stórskemmtilegur og mér fannst myndin líka hafa meira að segja og vera einhvern veginn innihaldsríkari en unglingagamanmyndirnar eru að koma út í dag þar sem allt gengur út á klósetthúmor og greddu. Ég geng ekki svo langt að kalla þetta eitthvað meistaraverk, þetta er bara góð skemmtun sem þykist ekki vera neitt meira en notar það samt ekki sem afsökun til þess að svíkja áhorfendur í söguþráðsdeildinni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn