Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Mjög góð grínmynd en frekar ýkt á köflum. Neal Page (Steve Martin) er á leiðinni frá New York til Chicago yfir Þakkargjörðina en hittir á leiðinni óheillakrákuna sítalandi Del Griffith (John Candy) sem á eftir að tefja mikið fyrir fyrir honum en verða mjög góður vinur Neal og ómissandi á leiðinni heim þótt Neal vilji ekki viðurkenna það.
Ég leigði Planes,Traines And Automobiles og mér vara sagt að manni varð stundum illt af hlátri, svo ég leigði hana og líka Fahrenheit 9/11. Þessi mynd fjallar um mann að nafni Neal Page(Steve Martin) sem ætlar heim til fjölskyldu hans fyrir Þakkargjörðardag eða Thanksgiving, á leiðinni hittir hann mann á flugstöðinni að nafni Del Griffith(John Candy) sem verður við hliðin á honum í flugvélinni. Þeir ætla báðir til Chicago en það var óveður þar þannig að þeir þurftu að lenda í Kansas. Þessi mynd fjallar um Neal Page að reyna að komast heim til sín í Chicago áður en að Thanksgiving byrjar, og þessi Del Griffith er altaf með honum. Jæja nú er ég búinn að seigja smá söguþráð og já mér var næstum illt af hlátri í einu atriði. Aðalhltuverk eru : Steve Martin(Cheaper by the Dozen) og John Candy(Spaceballs), ég gef þessari mynd þrjár og hálfa stjörnu.
Já þessi mynd! Hún er geðveik! Ég á hana á spolu eikurstaðar verð að fara grafa hana uppog horfa! Þessi er snilld, ótrúlega fyndin:)
Ein uppáhalds gamanmyndin mín til margra ára og með betri John Hughes myndum. Myndin er algjör snilld og ég er persónulega búinn að sjá hana 10 sinnum og keypti mér hana á DVD um daginn. Það er hreinlega ekki hægt að fá leið á þessari mynd. Steve Martin og John Candy fara á kostum á eftirminnilegan hátt sem erfitt er að gleyma... Ef þú ert ekki búinn að sjá hana, flýttu þér út á næstu leigu og mældu með henni.
Frábær gamanmynd. Steve Martin hér á hátindi ferils síns, frábær gamanleikari. Hefur hin síðari ár ekki hitt eins vel á það en vonandi stendur það til bóta. John heitinn Candy sá stórvaxni leikari klikkaði nánast aldrei og var gamanleikari af Guðs náð, mikil eftirsjá í honum. Þetta er mynd sem ég mæli við alla jafnt unga sem aldna. Frábær skemmtun, ekki spurning...