Handmáluð bíómynd um Van Gogh – Ný stikla

Glæný stikla er komin út fyrir eina af áhugaverðustu bíómyndum næsta árs, Loving Vincent, en það er mynd sem fjallar um líf og dularfullan dauða, hollenska listmálarans Vincent Van Gogh. Það sem gerir myndin einkar áhugaverða, er meðal annars það að hún er öll handmáluð í stíl við verk þessa heimsfræga meistara.

van-gogh

„Hann var brjálaður.“ „Hann var áhugaverður maður.“ „Hann var snillingur.“ Allt þetta hefur verið sagt um listmálarann, sem margir þekkja fyrir að hafa skorið af sér eyra, ásamt því að hafa málað margar af dýrustu myndum listasögunnar, þó svo að sjálfur hafi hann selt einungis eina einustu mynd á ferli sínum, en málarinn lést langt um aldur fram, aðeins 37 ára gamall.

Með helstu hlutverk fara Aidan Turner, Saoirse Ronan, Eleanor Tomlinson, Helen McCrory, Chris O’Dowd og Douglas Booth.

Leikstjórar eru Dorota Kobiela og Hugh Welchman, en eins og fyrr sagði er von á myndinni í bíó á næsta ári.

Kíktu á stikluna hér fyrir neðan, og eldri stiklu þar fyrir neðan: