Nýtt í bíó – Ísöld: Ævintýrið mikla

Teiknimyndin Ísöld: Ævintýrið mikla, fimmta myndin í Ísaldarseríunni, verður frumsýnd á miðvikudaginn 13. júlí nk. í Smárabíói, Háskólabíói, Laugarásbíói, Sambíóunum Egilshöll og Álfabakka og Borgarbíói, Akureyri.

ice-age-collision-course-stills

Í þetta skipti ferðast Skrotta, í sinni óendanlegu leit að hnetunni sinni, út fyrir lofthjúp jarðarinnar þar sem hann í sakleysi sínu veldur skelfilegum atburðum sem stefna jörðinni í hættu.

Sjáðu íslenska stiklu úr myndinni hér fyrir neðan:

Til þess að komast undan hremmingunum fara Manni, Lúlli og Dýri, ásamt hjörðinni, burtu frá heimkynnum sínum í háskafulla för sem er bæði ævintýraleg og hættuleg. Þeir komast á framandi landsvæði og kynnast nýjum, litríkum verum, en mynda einnig óvinskap með öðrum, meðal annars bróður óvinar úr fortíðinni.

isod

Íslensk talsetning: Felix Bergsson, Þórhallur Sigurðsson, Ólafur Darri Ólafsson, Þröstur Leó Gunnarsson, Vigdís Hrefna Pálsdóttir, Þórunn Lárusdóttur, Salka Sól Eyfeld, Selma Björnsdóttir, Sturla Atlas, Laddi, Rúnar Freyr Gíslason o.fl.