Fast & Furious sex söguþráður – sakaruppgjöf í London?

Fimmta Fast & Furious myndin, sem kom út árið 2011, var gríðarvel heppnuð, og því var ekkert að vanbúnaði fyrir framleiðendur að halda áfram og gera næstu mynd þá sjöttu í röðinni.

Þó að myndin verði frumsýnd í maí nk. þá hefur furðu lítið verið birt af upplýsingum um myndina, eða nánast ekki neitt. Hvorki er komin kitla né stikla, og enginn hefur vitað um hvað myndin er. En núna á allra síðustu dögum er þetta farið að skýrast og m.a. hefur verið tilkynnt að myndin mun heita Fast & Furious 6, en til dæmis ekki Fast Six, sem hefði þá verið í stíl við fimmtu myndina sem var kölluð Fast Five.

Ný kitla verður sýnd í auglýsingahléi úrslitaleiks bandaríska fótboltans nú á sunnudaginn næsta, Super Bowl.

Universal kvikmyndaverið hefur nú í aðdraganda frumsýningar á kitlunni gefið út opinberlega söguþráðinn í myndinni, sem leikstýrt er af Justin Lin, en það eina sem hefur verið vitað hingað til er að bílagengið, með þá Paul Walker og Vin Diesel fremsta í flokki í aðalhlutverkunum, fer til Evrópu.

Ásamt þeim tveimur mæta aftur til leiks þau Dwayne Johnson, Jordana Brewster, Michelle Rodriguez, Tyrese Gibson, Sung Kang, Gal Gadot, Chris „Ludacris“ Bridges og Elsa Pataky ásamt nýliðunum Luke Evans og Gina Carano.

En sagan er á þessa leið:

Síðan síðasta rán þeirra Dom ( Diesel ) og Brian ( Walker ) velti veldi glæpaforingja úr sessi, og þau löbbuðu í burtu með 100 milljónir Bandaríkjadala í ránsfeng, hafa hetjurnar okkar dreift sér hingað og þangað um heiminn.

Þau geta ekki snúið aftur heim til Bandaríkjanna og þurfa að gæta sín við hvert fótmál. Þetta hefur ekki fært þeim hamingju í lífinu.

Á sama tíma hefur Hobbs ( Johnson ) verið á hælunum á samtökum illa innrættra bílaglæpamanna, í gegnum 12 lönd, en aðstoðarmaður höfuðpaursins ( Evans ), er gömul ástkona Dom, sem hann hélt að væri látin, Letty ( Rodriguez).

Eina leiðin til að stöðva gengið er að sigra þau á götunni, þannig að Hobbs leitar til Dom og biður hann um að safna úrvalsliði sínu saman í London.

Að launum fá þau sakaruppgjöf þannig að þau geti snúið aftur til Bandaríkjanna og verið með fjölskyldum sínum á nýjan leik.

 

Fast & Furious sex söguþráður – sakaruppgjöf í London?

Fimmta Fast & Furious myndin, sem kom út árið 2011, var gríðarvel heppnuð, og því var ekkert að vanbúnaði fyrir framleiðendur að halda áfram og gera næstu mynd þá sjöttu í röðinni.

Þó að myndin verði frumsýnd í maí nk. þá hefur furðu lítið verið birt af upplýsingum um myndina, eða nánast ekki neitt. Hvorki er komin kitla né stikla, og enginn hefur vitað um hvað myndin er. En núna á allra síðustu dögum er þetta farið að skýrast og m.a. hefur verið tilkynnt að myndin mun heita Fast & Furious 6, en til dæmis ekki Fast Six, sem hefði þá verið í stíl við fimmtu myndina sem var kölluð Fast Five.

Ný kitla verður sýnd í auglýsingahléi úrslitaleiks bandaríska fótboltans nú á sunnudaginn næsta, Super Bowl.

Universal kvikmyndaverið hefur nú í aðdraganda frumsýningar á kitlunni gefið út opinberlega söguþráðinn í myndinni, sem leikstýrt er af Justin Lin, en það eina sem hefur verið vitað hingað til er að bílagengið, með þá Paul Walker og Vin Diesel fremsta í flokki í aðalhlutverkunum, fer til Evrópu.

Ásamt þeim tveimur mæta aftur til leiks þau Dwayne Johnson, Jordana Brewster, Michelle Rodriguez, Tyrese Gibson, Sung Kang, Gal Gadot, Chris „Ludacris“ Bridges og Elsa Pataky ásamt nýliðunum Luke Evans og Gina Carano.

En sagan er á þessa leið:

Síðan síðasta rán þeirra Dom ( Diesel ) og Brian ( Walker ) velti veldi glæpaforingja úr sessi, og þau löbbuðu í burtu með 100 milljónir Bandaríkjadala í ránsfeng, hafa hetjurnar okkar dreift sér hingað og þangað um heiminn.

Þau geta ekki snúið aftur heim til Bandaríkjanna og þurfa að gæta sín við hvert fótmál. Þetta hefur ekki fært þeim hamingju í lífinu.

Á sama tíma hefur Hobbs ( Johnson ) verið á hælunum á samtökum illa innrættra bílaglæpamanna, í gegnum 12 lönd, en aðstoðarmaður höfuðpaursins ( Evans ), er gömul ástkona Dom, sem hann hélt að væri látin, Letty ( Rodriguez).

Eina leiðin til að stöðva gengið er að sigra þau á götunni, þannig að Hobbs leitar til Dom og biður hann um að safna úrvalsliði sínu saman í London.

Að launum fá þau sakaruppgjöf þannig að þau geti snúið aftur til Bandaríkjanna og verið með fjölskyldum sínum á nýjan leik.