Nýtt í bíó – Mother´s Day

Á morgun, miðvikudaginn 11. maí mun Samfilm frumsýna myndina Mother´s Day eftir Garry Marshall, sá hinn sama og gerði Pretty Woman og Valentine´s Day. Myndin verður sýnd í Sambíóunum Álfabakka, Egilshöll, Kringlunni, Keflavík og Akureyri, Ísafjarðarbíói, Selfossbíói og Bíóhöllinni Akranesi

Með helstu hlutverk fara Jennifer Aniston, Kate Hudson, Julia Roberts og Jason Sudeikis.

MothersDay_Trailer2

Myndin fjallar um leiðir fjögurra einstaklinga og fjölskyldna þeirra, sem þekkjast misvel innbyrðis, en liggja saman á mæðradeginum. Úr verða fjórar aðskildar sögur sem fléttast saman í eina heild.

Sjáðu stiklu úr myndinni hér fyrir neðan:

Áhugaverðir punktar til gamans: 

mothers

– Leikstjóri myndarinnar, Garry Marshall, hefur sent frá sér fjölda góðra og vinsælla mynda í gegnum árin og má þar nefna Beaches, Overboard, Pretty Woman, Runaway Bride, The Princess Diaries og Valentine’s Day.

– Leikarinn Hector Elizondo hefur með Mother’s Day leikið í átján myndum sem Garry Marshall hefur leikstýrt. Þetta er jafnframt í fjórða sinn sem Julia Roberts hefur leikið í mynd eftir Garry og í annað sinn fyrir Kate Hudson, en hún lék aðalhlutverkið í mynd hans, Raising Helen.

– Þótt þær leiki saman í myndinni hittust þær Jennifer Aniston og Julia Roberts ekki í raun við tökur heldur léku þær í atriðunum hvor í sínu lagi á mismunandi tíma og var þeim tökum síðan skeytt saman. Ástæðan fyrir þessu var einfaldlega sú að þær voru báðar mjög uppteknar í öðrum verkefnum þegar myndin var tekin upp og þegar í ljós kom að þær höfðu ekki neinn lausan tíma á sama tíma var ákveðið að gera þetta svona.