Chan og Cusack í Kína – Fyrsta stikla!

Fyrsta stiklan fyrir nýju Jackie Chan, John Cusack og Adrien Brody myndina, Dragon Blade, var frumsýnd í dag, en myndin verður frumsýnd í Kína eingöngu, þann 15. febrúar nk.

Myndin er söguleg og gerist í Kína á Han Dynasty tímabilinu ( 206 – 220 eftir Krist ).

dragon blade

Hún segir frá Huo An ( Jackie Chan ) sem er hershöfðingi í varnarsveitum á vesturvígstöðvum, en sök er komið á hann af illum öflum og hann er hnepptur í þrældóm. Á sama tíma flýr rómverskur hermaður að nafni Lucius ( John Cusack ) til Kína eftir að hafa bjargað prinsinum. Þeir tveir hittast síðan, og í framhaldi lenda þeir í ýmsum ævinýrum. Brody leikur rómverska keisarann Tiberius.

Myndinni er leikstýrt af Daniel Lee sem jafnframt skrifaði handritið. Lee er þekktur fyrir myndir eins og 14 Blade og Three Kingdoms: Resurrection of the Dragon .  Dragon Blade kostaði 65 milljónir Bandaríkjadala, sem er metupphæð í Kína.

Myndin er tekin í Hengdian í Kína sem og í Dunhiuan og í Gobi eyðimörkinni, en í stiklunni eru birtar bardagasenur og hetjuskapur ýmiss konar,  ofl.

Sjáðu stikluna hér fyrir neðan: