Butler skoðar Set

300-Movie-Publicity-Still-300-222372_1400_738Olympus has Fallen og 300 stjarnan Gerard Butler á í viðræðum um að leika á móti Game of Thrones stjörnunni Nikolaj Coster-Waldau í myndinni Gods of Egypt sem Alex Proyas mun leikstýra.

Handritið er eftir Burk Sharpless og Matt Sazama, en það eru þeir sömu og skrifuðu Drakúla myndina sem Universal er með í framleiðslu.

Samkvæmt Deadline vefnum þá á Butler, ef um semst, að leika Set, guð eyðimerkurinnar, vinda og útlendinga, í egypskri trú til forna. Í egypskum goðsögum þá drap þessi guð og limlesti sinn eigin bróður Osiris. Horus, sonur Osiris, leitaði hefnda gegn Set fyrir drápið á föður sínum. Coster-Waldau mun leika Horus.

Nikolaj Coster-Waldau

 

Báðir hafa þessi leikarar áður leikið testesterónfyllt hlutverk, Butler í 300 eins og fyrr sagði og Coster-Waldau lék Jamie Lannister í Game of Thrones sjónvarpsþáttunum.

 

Stikk: