Elmore Leonard látinn – skrifaði Get Shorty og Jackie Brown

leonardRithöfundurinn Elmore Leonard, sem skrifaði ótal verk sem búið er að gera bæði kvikmyndir og sjónvarpsþætti eftir, er látinn, 87 ára að aldri.

Leonard fékk heilablóðfall í síðasta mánuði og hafði verið að jafna sig á spítala í nágrenni Detroit.

Gregg Sutter, sem hefur lengi rannsakað verk Leonards, sagði dagblaðinu the Detroit News að rithöfundurinn hefði verið heima hjá sér og umkringdur fjölskyldumeðlimum þegar hann skildi við.

Áður hafði Sutter sagt blaðinu að Leonard hefði unnið áfram að 46. skáldsögu sinni, þrátt fyrir veikindin.

Leonard er höfundur verka sem gerðar hafa verið þekktar bíómyndir eftir, svo sem Out of Sight, 3:10 to Yuma, Jackie Brown, Get Shorty og sjónvarpáttanna Justified.”

Kvikmyndin Life of Crime, sem byggð er á skáldsögu Leonards, The Switch, verður lokamynd alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Toronto í næsta mánuði. Í myndinni leika Jennifer Aniston, Mos Def, Tim Robbins og Isla Fisher. 

Hér má lesa áhugaverða grein Snæbjörns Valdimarssonar fyrrum kvikmyndagagnrýnenda Morgunblaðsins um Leonard.