Out of Sight (1998)16 ára
Frumsýnd: 13. nóvember 1998
Tegund: Spennumynd, Gamanmynd, Drama
Leikstjórn: Steven Soderbergh
Skoða mynd á imdb 7.1/10 64,233 atkv.

  • Horfa/Kaupa
Tagline
Opposites attract.
Söguþráður
Jack Foley er misheppnaður bankaræningi sem afplánar 30 ára fangelsisdóm í Flórída. Foley hefur rænt fjölda banka á tuttugu ára afbrotaferli, en hann hefur hins vegar aldrei beitt vopnum við þessa iðju sína. Gallinn er hins vegar sá að hann hefur alltaf náðst og venjulega vegna einhverja mistaka. Til dæmis stóð bíllinn hans einu sinni í ljósum logum þegar hann var á flótta út úr einum bankanum sem hann hafði rænt og í annað skipti var flóttabíllinn rafmagnslaus. Foley er staðráðinn í því að sleppa úr fangelsinu og losna við afplánunina, og hann dreymir um að fremja stórt rán og setjast síðan í helgan stein. Honum tekst að flýja úr fangelsinu og á flóttanum hittir hann fyrir kynþokkafullu alríkislögreglukonuna Karen Sisco. Upp frá því hefst æsilegur eltingaleikur í bland við ástríðufullt ástarsamband þeirra.
Tengdar fréttir
20.08.2013
Elmore Leonard látinn - skrifaði Get Shorty og Jackie Brown
Elmore Leonard látinn - skrifaði Get Shorty og Jackie Brown
Rithöfundurinn Elmore Leonard, sem skrifaði ótal verk sem búið er að gera bæði kvikmyndir og sjónvarpsþætti eftir, er látinn, 87 ára að aldri. Leonard fékk heilablóðfall í síðasta mánuði og hafði verið að jafna sig á spítala í nágrenni Detroit. Gregg Sutter, sem hefur lengi rannsakað verk Leonards, sagði dagblaðinu the Detroit News að rithöfundurinn hefði verið...
06.08.2013
Höfundur Jackie Brown fékk áfall
Höfundur Jackie Brown fékk áfall
Glæpasagnahöfundurinn Elmore Leonard, höfundur bóka eins og Get Shorty, Out of Sight og Rum Punch, sem Quentin Tarantino gerði myndina Jackie Brown eftir, er nú á batavegi eftir að hafa fengið heilablóðfall. Greg Sutter, sem lengi hefur unnið með Leonard, staðfesti þetta í gær. Sutter segir að Leonard hafi fengið heilablóðfall í síðustu viku og "batinn sé meiri með hverjum...
Trailerar
Stikla
Umfjallanir
Minnisstæðar línur:
Jack: Give me a minute to talk to Buddy.
Snoopy: You got two minutes, that's all. Make up your mind.
Jack: I wasn't asking permission.
Dómar og einkunn
Rotten tomatoes gagnrýnendur: 93% - Almenningur: 75%
Tilnefnd til tveggja Óskarsverðlauna; fyrir klippingu og fyrir besta handrit byggt á áður útgefnu efni.
Svipaðar myndir