Out of Sight (1998)16 ára
Frumsýnd: 13. nóvember 1998
Tegund: Spennumynd, Gamanmynd, Drama
Leikstjórn: Steven Soderbergh
Skoða mynd á imdb 7.0/10 72,152 atkv.

  • Horfa/Kaupa
Tagline
Opposites attract.
Söguþráður
Jack Foley er misheppnaður bankaræningi sem afplánar 30 ára fangelsisdóm í Flórída. Foley hefur rænt fjölda banka á tuttugu ára afbrotaferli, en hann hefur hins vegar aldrei beitt vopnum við þessa iðju sína. Gallinn er hins vegar sá að hann hefur alltaf náðst og venjulega vegna einhverja mistaka. Til dæmis stóð bíllinn hans einu sinni í ljósum logum þegar hann var á flótta út úr einum bankanum sem hann hafði rænt og í annað skipti var flóttabíllinn rafmagnslaus. Foley er staðráðinn í því að sleppa úr fangelsinu og losna við afplánunina, og hann dreymir um að fremja stórt rán og setjast síðan í helgan stein. Honum tekst að flýja úr fangelsinu og á flóttanum hittir hann fyrir kynþokkafullu alríkislögreglukonuna Karen Sisco. Upp frá því hefst æsilegur eltingaleikur í bland við ástríðufullt ástarsamband þeirra.
Tengdar fréttir
05.02.2016
Soderbergh snýr aftur
Soderbergh snýr aftur
Variety segir frá því að leikstjórinn Steven Soderbergh hafi ákveðið að hætta við að hætta að gera kvikmyndir, en þrjú ár eru síðan leikstjórinn lét af þeirri iðju. Myndin sem fékk leikstjórann til að skipta um skoðun heitir Lucky Logan, og er ránsmynd með Channing Tatum í aðalhlutverki. Soderbergh sló í gegn með fyrstu mynd sinni  Sex, Lies, and Videotape árið...
02.11.2014
Rappaðu stafrófið með Radcliffe!
Rappaðu stafrófið með Radcliffe!
Harry Potter sjálfur, Daniel Radcliffe, er hæfileikaríkur með eindæmum, eins og sannaðist þegar hann mætti í spjallþáttinn Tonight Show með Jimmy Fallon í síðustu viku, og rappaði eins og herforingi stafrófslag rapphljómsveitarinnar Blackaliious; Alphabet Aerobics. "Ég hef alltaf haft ástríðu fyrir því að leggja flókin og margbrotin hröð lög á minnið," sagði leikarinn...
Trailerar
Stikla
Umfjallanir
Minnisstæðar línur:
Jack: Give me a minute to talk to Buddy.
Snoopy: You got two minutes, that's all. Make up your mind.
Jack: I wasn't asking permission.
Dómar og einkunn
Rotten tomatoes gagnrýnendur: 93% - Almenningur: 75%
Tilnefnd til tveggja Óskarsverðlauna; fyrir klippingu og fyrir besta handrit byggt á áður útgefnu efni.
Svipaðar myndir