Kickboxer og Bloodsport endurgerðar

bloodsport van dammeVon er á endurgerðum á báðum frægustu myndum slagsmálaleikarans Jean Claude Van Damme, annarsvegar myndinni sem fyrst vakti athygli á honum, Bloodsport, og síðan Kickboxer, en myndirnar komu út með eins árs millibili. Bloodsport var frumsýnd árið 1988 en Kickboxer ári síðar.

Kvikmyndafyrirtækið Radar Pictures ( The Last Samurai, Riddick ) tilkynnti í gær að það hygðist endurgera KickboxerStephen Fung mun leikstýra, en verið er að ráða í helstu hlutverk og stefnt er að því að hefja tökur á næsta ári. Ekkert hefur verið gefið upp um það hvort að Van Damme muni koma við sögu í myndinni að þessu sinni.

Kickboxer fjallar um Kurt Sloan sem er aðstoðarmaður bróður síns, bandaríska sparkboxarans Eric Sloan. Þegar Kurt verður vitni að því að bróðir hans er limlestur illa í hringnum, sem endar með því að hann lamast, af taílenska meistaranum ósigrandi Tong Po, heitir Kurt því að koma fram hefndum. Með hjálp Zion, sparkboxþjálfara sem býr í afskekktu héraði í Taílandi, þjálfar Kurt sig fyrir mikilvægasta bardaga lífs síns.

van damme kickboxerAnnað fyrirtæki, Relativity, er hinsvegar með endurgerð á Bloodsport í undirbúningi, en leikstjóri hennar verður James McTeigue, leikstjóri V for Vendetta. Framleiðendur ætla sér að breyta söguþræðinum í þeirri mynd lítillega frá þeirri upprunalegu, en í upprunalegu myndinni lék Van Damme bandarískan liðsforingja, Frank Dux að nafni, en þjálfun hans í ninjutsu bardagalistum hjálpar honum að slást við Chong Li í neðanjarðar bardagaklúbbi í Hong kong, í keppni sem þekkt er sem kumite.

Endurgerðin mun í staðinn beina sjónum sínum að 21. aldar málaliðum sem lenda upp á kant við neðanjarðarheim brasilísku bardagalistagreinarinnar Vale Tudo, sem kom einmitt við sögu í upprunalegu myndinni. Handrit skrifar Robert Kamen.